Afleveringen
-
Loksins kom Sigríður Hrönn í spjall til Söru Maríu.
Hún er guðfræðingur og skrifaði bókina : Hver er ég ? Níu persónuleikalýsingar enneagrams. til þess að fara yfir eitt aðal áhugamál þerra sem er enneagramið og hvernig það getur haft djúp áhrif á líf manns.
Ennegramm er aldagömul hefð sem dregin hefur verið fram í dagsljósið á liðnum árum. Lýsing á níu persónuleikamynstrum hjálpar lesandanum að upppgötva hver hann er, hvernig æska og uppvöxtur hefur mótað hann og aðra – og hvernig það birtist í tilfinningum, hugsun og hegðun. Bókin nýtist fólki sem er tilbúið að líta í eigið barm og vill vaxa og þroskast.Höfundur er guðfræðingur og hjúkrunarfræðingur með langa reynslu á sviði sálgæslu, ráðgjafar og kristinnar íhugunar, hér á landi og erlendis. Hún er höfundur fjögurra annarra bóka. -
Þórarinn Ævarsson, landsþekktur athafnamaður, segir erfiðasta tímabili ævi sinnar nú að baki. Þórarinn fór í dýpstu dali, svartnættið eitt blasti við og hann sá aðeins eina leið út. Þórarinn var orðinn háður ópíóðalyfjum, þjáðist af heiftarlegum höfuðverkjaköstum og þunglyndi en með hjálp hugvíkkandi efna öðlðist Þórarinn nýtt líf. Hann segir það samfélagslega ábyrgð sína að deila reynslu sinni.
-
Zijn er afleveringen die ontbreken?
-
Getnaður-meðganga-fæðing. Þessi þrenning var honum svo hugleikinn að stappaði nærri þráhyggju. Hann taldi sig hafa innsýn í það að getnaðurinn hafi verið þrunginn örvæntingu, meðgangan full af ótta og fæðingin sjálf þvílík yfirþyrmandi átök að hún var stríð upp á líf og dauða, þar sem hann bar ósigur og fæddist lifandi dauður. Þessvegna var hann alla tíð að leita að lífinu eða réttara sagt hann var að leitað að leið til að fæðast aftur og fæðast þá almennilega. En hvernig getur fæddur maður fæðst ? Kanski endurfæðst ? Endurfæðingin lét á sér standa svo hann dó nokkrum sinnum í staðinn. Hann fór létt með það, því hann var svo gott sem dauður hvort eð var.
Þessi smásaga sem Sigurður Skúlason leikar gaf út árið 2014 lýsir best hans persónulegu upplifun af notkun hugvíkkandi efna í meðferðarskyni. -
Denna og Huldu var ráðlagt að hafa samband við Pétur og sjá hvort að hann gæti hjálpað þeim að vinna úr djúpri sorg sem hafði yfirtekið líf þeirra síðustu 7 árin, eftir að hafa verið viðstödd hræðilegt slys þar sem sonur þeirra dó fyrir framan þau.
Denni fer aðeins yfir lífssöguna og deilir svo ítarlega sinni upplifun af hans innra ferðalagi.
Þetta er fyrsta reynslusagan af mörgum sem við erum byrjuð að safna og munum deila hér.
Góða ferð ! -
Yndislega fallegt samtal Péturs og Söru. Þau velta fyrir sér vaxandi áhuga á innri ferðalögum, hugvíkkandi plöntulyfjum og óravíddum alheimsins. Pétur deilir reynslu sinni af Ketamine meðferðum í baráttunni við krónískan sársauka. Það eru 10ár síðan Pétur lenti í alvarlegu slysi þar sem hann lamaðist fyrir neðan mitti. Ketamine er talið “essential medicine” af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO (World Health Organization).
-
Markþjálfararnir Sara María og Ólafur Aron deila reynslu og hugmyndum sínum á markþjálfun, þarfakerfinu og hvernig öðlast má rými til vaxtar. @olafuraroninsight @forynja @fannar_mar www.evolvia.is
-
Sara, Ágústa og Helgi fara enn og aftur á kostum. Þau fara meðal annars yfir gráa svæðið, tiltekt í tilfinningalegu geymslunum okkar, skiptidíla í samböndum og breyskleika mennskunnar.
-
Saga og Bjarki komu aftur til okkar í sjálfstætt framhald af síðustu heimsókn, við köfum dýpra og kynnumst þessu yndislega pari enn betur og þeirra háttum. Þau kynnast áður en Bjarki kemur út sem trans og stígur inn í sannleikann sinn, við tölum um það, óöryggi þeirra beggja í þessu flókna ferli og hvernig það er að upplifa sig í röngum líkama.
-
Nonni blessaði okkur með nærveru sinni og kíkti í cacao. Hann ræðir dagbók brjálæðingsins, æskuna, áföll og hvernig það er að lifa með geðsjúkdóm.
-
Saga kom til okkar og við ræddum sjálfsfróun, taboo, hjálpartæki ástarlífsins og margt fleirra.
Ættum við að gera erótískar sögur að föstum lið? Látið okkur vita @Sóttkví_podject -
Nánast ólýsanleg og yndisleg heimsókn frá Jónasi Sig til okkar í Eden, alveg einstakur maður. Við komum inn á barnsæskuna, meðvirkni, skólakerfið, andlega vakningu, tilfinningar og samskipti svo eitthvað sé nefnt. Verði ykkur innilega að góðu!
-
Helgi og Ágústa mæta aftur til leiks í miklu stuði og kakókastala-tvíeykið fær besta cacao lífsins. Farið er um víðan völl tilfinninga sem koma að trausti, afbrýðisemi og tortryggni. Er fullt traust áunnið eða afskapað?
-
Sara María tekur gefandi og gott þjóðhátíðarspjall við Evu og Ágústu Kolbrúnu.
Hvað er að fatta fattið og gera "kröfur" á lífið? Hvað eru margir að gera það sem þeir sannarlega elska að gera? -
Helgi og Ágústa mæta aftur til leiks í miklu stuði og kakókastala-tvíeykið fær besta cacao lífsins. Farið er um víðan völl tilfinninga sem koma að trausti, afbrýðisemi og tortryggni. Er fullt traust áunnið eða afskapað?
-
Ívar Zophanias og Agnar Diego komu saman til okkar í Eden og ræddu bræðralag, non-ejeculation, klámvæðingu og kosti tantraiðkunnar svo eitthvað sé nefnt.
Fyrir áhugasama um Man-Circles er hægt að nálgast Ívar @ivarzophanias á IG. -
Í þessum þætti komu til okkar innilega ástfangin og yndisleg Saga og Bjarki, þau deila með okkur reynslu sinni úr sínum lífum og sambandi. Transferlinu hans Bjarka, fortíðaráföllum, hvernig sönn ást sigrar, sjálfsást, samskiptum og fleirra.
...í öðrum þætti sem er væntanlegur förum við dýpra í samband þeirra og tilhugalíf. -
Helgi Jean sem er fyrst og fremst grínisti fær hér tækifæri til að láta sitt sanna andlega ljós skína og sýna öllum hversu djúpur hann er. Hann og Ágústa Kolbrún koma saman þar sem hún gerði hann markvisst að vini sínum en segir að hann hafi elt sig alla tíð.
Spiritual bypassing og allskonar andlegar pælingar með helga og Ágústa klikkar ekki. -
Thelma Berglind kom í Eden til okkar í opinskáa umræðu um geðhvarfasýki, maníur og verðugar kynferðispælingar um P-blettinn og tantra.
Er endaþarmsnautn karlmanna það sama og samkynhneigð? -
Sara María spyr strákana sína, Fannar, Agnar og Pétur spjörunum úr.
Rædd er karlmannleg nánd, faðmlög og fleirra. -
Ólafur Aron og Hans Kragh koma saman aftur í innihaldsríkt vinaspjall, ræða mannbætandi málefni, lausnir og leiðir.
- Laat meer zien