Afleveringen
-
Sólveig er 26 ára stelpa úr Laugardalnum. Hún hefur verið í neyslu í 10 ár og farið í nokkrar meðferðir án árangurs. Hún er komin á endastöð, að eigin sögn og á leið til Danmerkur í meðferð í byrjun desember.
-
Aþena er 23 ára lögfræðinemi sem á stóra sögu. Hún byrjaði ung í neyslu sem fór hratt niður á við með miklum og stórum áföllum.
-
Zijn er afleveringen die ontbreken?
-
Ólafur Ingi er fimmtugur faðir númer eitt, tvö og þrjú. Hann á stóra sögu áfalla, sorga og sigra. Hann fann sína lausn innan al-anon samtakanna þegar hann var orðinn fullorðinn.
-
Sigga er eiginkona og móðir sem alin er upp í alkóhólískri fjölskyldu. Hún talar um hvernig fjölskyldumynstrið litar allt hennar líf og hvernig hún hefur náð að halda sér í bata og fjarlægð.
-
Þórunn er ein af stofnendum Hampfélagsins, er með mikið ADHD og var hluti af síðustu kynslóð tossabekkja Hagaskóla. Hún veit allt um CBD og THC.
-
Hulda Fríða er mögnuð, 73 ára eiginkona, móðir, amma, langamma og uppkomið barn alkóhólista sem giftist einnig alkóhólista, í fyrra skiptið. Hún á stóra og mikla sögu.
-
Kolbrún er 62 ára kona sem á stóra og óvenjulega sögu, ef svo má að orði komast.
-
Börn sett í úrræði með hálf fullorðnum einstaklingum sem sitja í gæsluvarðhaldi. Er það vegna þess að litið er á fólk sem notar hugbreytandi efni sem annars flokks? Allt breytt til hins verra eftir að Rótin tók yfir Konukot og ýmislegt fleira.
-
Berglind eða Begga hefur nú barist við kerfið í mörg ár en nú hefur sonur hennar, 11 ára, fengið greiningu eftir blóð, svita og tár.
-
Gígja er fertug móðir, dóttir og eineggja tvíburi sem á stóra sögu. Hún er hugsjónakona og vill réttlæti og virðingu stjórnvalda hvað varðar Laugaland, meðal annars.
-
Garibaldi er 26 ára strákur úr Garðabænum sem fór ungur að sýna áhættuhegðun og endaði í mikilli morfín neyslu. Hann er í dag í bata frá vímuefnavanda og segir okkur söguna sína.
-
Birna er fjögurra barna móðir og amma og á mann í fangelsi. Hún á merkilega sögu og hafa viðhorf hennar og verkefni mikið breyst umtalsvert síðustu ár.
-
Steindór sem er þekktur sem ADHD pabbi á stóra sögu en hefur snúið lífi sínu við og aðstoðar nú fólk sem markþjálfi meðal annars.
-
Erika fæddist í Bandaríkjunum og var yfirgefin af móður sinni aðeins fjögurra ára gömul. Hún ólst upp við mikla vanrækslu og allt kerfið brást henni og bróður hennar.
-
Berglind eða Linda eins og hún er kölluð hefur þurft að jarða tvo syni sína, Viggó Emil og Ingva Hrafn. Hún segir okkur söguna sína og þeirra.
-
Ívar er 41 árs, sex barna faðir og tónlistarmaður sem nýfarinn er að skrifa bækur. Flestir þekkja hann sem annan helming hljómsveitarinnar Dr. Mister & Mr. Handsome. Hann hefur snúið lífi sínu við og gert upp fortíðina.
-
Tinna skiptir um hlutverk í þessum þætti og fer yfir hluta af sinni sögu.
-
Guðbjörg er 44 ára kona sem þekkti ekkert annað en að flýja vanlíðan. Henni var sagt að hún væri ljót og feit. Hún var send að heiman 12 ára gömul og leigði herbergi. Þessi magnaða kona segir söguna sína í þættinum.
-
Andri Már er 34 ára faðir og verðandi eiginmaður sem á stóra sögu. Hann hefur verið í bata frá vímuefnavanda í 7 ár en áfallasaga hans byrjar í frumbernsku.
-
Sigrún er 45 ára, fjögurra barna móðir utan að landi. Hún ólst upp við alkóhólisma og fátækt. Hún þróaði með sér alkóhólisma eftir hjáveituaðgerð eftir að hún átti sitt fjórða barn.
- Laat meer zien