Það er von eru góðgerðarsamtök sem leggja sitt af mörkum til þess að aðstoða fólk sem glímir við fíknivand.
Það er von podcastið er gert með það í huga að fræða og opna umræðuna. Hvað getum við sem samfélag gert betur til að aðstoða fólk með fíknisjúkdóma og þá sem glíma við fíknivanda til að finna leiðina að batanum? Markmið okkar eru einnig að vinna á fordómum og skömm. Fíknisjúkdómur er ólæknanlegur en samt vel hægt að lifa með honum með góðu aðhaldi og aðstoð.