Afleveringen
-
Í þessum þætti kafa Fanney og Sara ofan í heim húðumhirðu, skoða stærstu mýturnar og furðulegustu fegurðarráðin sem fólk trúir enn á. Frá geislavirkum kremum til tannkrems á bólur - hvað virkar í raun og hvað er algjört bull?
Þær deila eigin húðsögum, velta fyrir sér áhrifum samfélagsmiðla og skoða hvað vísindin segja um vinsælustu húðtrendin. Í næsta þætti fá þær til sín sérfræðinga í heimsókn sem kafa enn dýpra í málið.
Húðin skin clinicEldum RéttNútrí Health BarVila Iceland
Þátturinn er í boði:Fylgdu tvær á floti á Instagram og TikTok - @tvaerafloti
-
Eva Matta kemur í heimsókn og kafar dýpra með okkur ofan í lífsgæðakapphlaupið og hvernig við getum tekist á það innra með okkur. Eva Matta er markþjálfi, rithöfundur og hélt úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins um árabil. Hún er með alþjóðleg þjálfararéttindi frá Dale Carnegie og hefur þjálfað fjölda fólks í sjálfstrausti, samskiptum og hugarfari. Stútfullur þáttur af fróðleik og góðum punktum til að taka með út í lífið.
Þátturinn er í boði:
Nútrí Health BarHÚÐIN skin clinicEldum RéttVila IcelandFylgdu Tvær á floti:
Instagram: @tvaeraflotiTikTok: @tvaerafloti -
Í þessum þætti fara Fanney og Sara yfir pressuna sem mörg okkar finna fyrir, að hafa allt á hreinu í lífinu og almennt kröfuna um að allt þurfi að vera "fullkomið". Er þetta raunhæft eða bara samfélagsleg hugmynd um það hvernig þú átt að lifa lífinu? Þær deila sinni eigin reynslu og vangaveltum en í næsta þætti verður kafað dýpra ofan í viðfangsefnið með skemmtilegum viðmælanda!
Þátturinn er í boði:
Húðin skin clinicNútrí Health BarEldum RéttBestsellerFylgdu Tvær á floti á samfélagsmiðlum:
Instagram: @tvaerafloti
TikTok: @tvaerafloti -
Í þessum fyrsta þætti deila Fanney og Sara markmiðum hlaðvarpsins, segja frá því sem framundan er og gefa hlustendum tækifæri til að kynnast sér aðeins betur.
Instagram: @tvaerafloti
TikTok: @tvaerafloti