
Tvær á floti er hlaðvarp fyrir konur yfir þrítugt sem halda mörgum boltum á lofti en vilja gefa sér meira rými og tíma til að rækta sjálfa sig, finna jafnvægi og njóta lífsins.
Í hlaðvarpinu taka þáttastjórnendur samtalið á opinskáan og einlægan hátt og deila eigin reynslusögum. Í framhaldi verður leitað til sérfræðinga þar sem kafað verður dýpra í það sem skiptir máli. Markmiðið er að hlustendur fái innblástur, hvatningu og verkfæri til að fljóta í gegnum lífið.
Instagram: @tvaerafloti
TikTok: @tvaerafloti