Afleveringen
-
Það er komið nýtt ár og við ætlum að byrja þetta hlaðvarp aftur eftir langa pásu.
-
í þessum þætti kom Þuríður Lillý sauðfjárbóndi á Sléttu til okkar og rædd við okkur um hvernig það sé að vera komin í bæjarstjórn í Fjarðabyggð og bændalífið.
-
Zijn er afleveringen die ontbreken?
-
Í þessum þætti fengum við hana Hrafnkötlu Eiríksdóttur Master í Animal Science í gott spjall um margt áhugavert í kringum landbúnað og annað.
-
í þessum þætti kom sauðfjárbóndinn Steinn Björnsson á Þernunesi í spjall til okkar við ræddum um ARR genið sem fannst í gripum hjá honum en genið er verndandi við riðu einnig var spjallað um smalamennskur, beitarstýringu, liti og fleira áhugavert í þættinum.
-
Jæja gott fólk við erum mætt aftur og ætlum að gefa út skemmtilega þætti fyrir ykkur í vetur. TAKK fyrir að hlusta og við minnum á facebookið okkar út á túni.
-
í þessum þætti hringdum við í Guðrúnu Eik bónda á Tannstaðabakka og fengum innsýn inn í lífið á Tannstaðabakka einnig ræddum við félagskerfi bænda og margt fleira fróðlegt og skemmmtilegt.
-
Í þessum þætti spjöllum við í Guðnýu Harðardóttur sem er sauðfjárbóndi í Breiðdal en hún stofnaði Breiðdalsbita sem vinnur vörur úr lambakjöti.
-
Í þessum þætti spölluðum við Gísla Guðjónsson ritstjóra Eiðfaxa, hestamann og kynbótadómara. Við fórum yfir kynbótadómara hlutverkið, landsmót, hrossarækt og margt fleira skemmtilegt.
-
Í þessum þætti spjölluðum við Nönnu enn af eigendum Rusticity sem er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á öppum og hugbúnaðarlausnum á sviði Landbúnaðarins. Við spjölluðum um öppin, þróunina og framtíðina.
-
Egill Gautason er í doktorsnámi við Árósaháskóla í Danmörku í kynbótafræði. Hann fræddi okkur um erfðamengisúrval sem hann er búinn að vera gera ransóknir á og fleira skemmmtilegt.
-
Við spjölluðum við Eyjólf Ingva Sauðfjárræktarráðunautur hjá RML um sauðfjársæðingar, hrútaval og allskonar skemmtilegt tengt kynbótastarfinu.
-
í þessum þætti notuðum við tæknina og spjölluðum við Hermann í gegnum zoom en Hemmi eins og hann er kallaður er bóndi á Klauf í Eyjafirði og stjórn bændasamtakana við ræddum við hann um félagskerfið og breytingar innan þess.
-
í þessum þætti spjöllum við við hana Þorbjörgu alltaf kölluð Obba sem er eigandi Geitagott en hún framleiðir osta úr geitamjólk.
-
í þessum þætti spjöllum við við hana Ann-Marie Schlutz sem er eigandi Sauðagull ehf. en hún framleiðir matvörur úr sauðamjólk.
-
Gestur þáttarins er Egill Gunnarsson bústjóri á Hvanneryri. Hann segir okkur frá starfinu sem bústjóri, framtíðina og mörgu fleiru skemmtilegu.
-
Gestir þáttarins eru Baldur Gauti og Eyrún Hrefna en þau framleiða mjólkurafurðir frá Egilsstöðum og reka kaffihúsið Fjóshornið á Egilsstöðum. Við ræðum við þau um framleiðsluna, framtíðina og margt fleira skemmtilegt.
-
Gestur þáttarins er Stefán Fannar Steinarsson nautgripabóndi á Hallfreðarstöðum í Hróarstungu. Hann segir okkur frá búskapnum, og margt fleira skemmtilegt.
-
Gestur þáttarins er Einar Kristján Eysteinsson hestamaður og sauðfjárbóndi á Tjarnarlandi. Hann segir okkur frá búskapnum, náminu á Hólum, sauðfjárrækt og svo ræðum við aðeins um tækniþróun í sauðfjárrækt og margt fleira skemmtilegt.
-
Ekki var fenginn gestur í þennan þátt útaf ástandinu í þjóðfélaginu en í staðinn tókum við létt spjall um allskonar misgáfulegt.
-
Gestur þáttarins er engin önnur en Guðfinna Harpa Árnadóttir formaður Landsamtaka sauðfjárbænda og bóndi á Straumi. Hún segir okkur frá búskapnum sínum, starfinu hjá LS, heimavinnslu afurða og margt fleira fróðlegt og skemmtilegt.
- Laat meer zien