Afgespeeld
-
Rætt er við Baldvin Má Hermannsson ungan forstjóra Air Atlanta sem hefur á síðustu tveimur áratugum unnið fjöbreytt störf í fluginu og unnið sig til metorða innan fyrirtækisins. Hann segir hér frá þeim ótrúlegu áskorunum sem Air Atlanta hefur staðið frammi fyrir síðustu misserin og gerir enn. Air Atlanta flutti árið 2019 yfir 1,2 milljónir farþega en þegar eftirspurn eftir farþegaflugi hrundi vegna Covid 19 faraldurs í ársbyrjun 2020, breytti félagið algerlega um kúrs og fór alfarið í fraktflutninga á B747 þotum. Sú breyting ásamt gríðarlegum aðahaldsaðgerðum, gerði það að verkum að félagið skilaði hagnaði á síðasta ári og áætlar að gera það einnig á þessu ári.
-
Ásgeir Guðmundsson flugmaður segir hér frá litríkum ferli sínum í fluginu og ýmsum prakkarastrikum. Ásgeir hefur mætt áföllum af æðruleysi, er lífsglaður og þekktur fyrir alls konar uppátæki og sögur. Hann var flugstjóri hjá Cargolux þegar þegar hann lenti í alvarlegu flugslysi ásamt vini sínum á lítilli einkaflugvél á Austurlandi í júlí árið 2009. Þá breyttist líf hans á svipstundu. Ferlinum sem atvinnuflugmaður lauk og hann missti góðan vin sem var með honum í vélinni. Ásgeir segir hér frá slysinu og þeim verkefnum sem hann hefur glímt við eftir þessa erfiðu lífsreynslu, en ekki hvað síst frá skemmtilegum ferli og fólki í fluginu.
-
Ingvar Tryggvason formaður Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna og flugstjóri ræðir hér um ýmis öryggismál í fluginu. Ingvar hefur á liðnum árum verið ötull talsmaður flugöryggis í tengslum við starf sitt. Nú er vakning í uppbyggingu og viðhaldi innviða eins og helstu flugvalla landsins, sem m.a. þjóna sem varaflugvellir fyrir flugumferð. Það má samt alltaf gera betur varðandi öryggisbúnað á flugvöllum og það er líka tilfellið með fullkomnasta völl landsins Keflavíkurflugvöll sem Ingvar fer m.a. yfir í þættinum.
-
Sigurlaug Halldórsdóttir flugfreyja eða Dillý eins og hún er kölluð, hefur starfað sem flugfreyja í nær 40 ár. Hér segir hún frá starfinu, ferlinum, ferðalögum og ævintýrum. Sjálf segist alla tíð hafa ætlað í flugið, en móðir hennar var flugfreyja um borð í Hrímfaxa, Viscount flugvél Flugfélags Íslands, sem fórst við Osló 1963 þegar Dillý var aðeins 3 ára. Stórmerkileg frásögn einstaklega drífandi konu sem hefur gert flugið að sínu ævistarfi.
-
Boeing 737 MAX flugvélin er til umfjöllunar og farið yfir hvað Boeing þarf að laga og hvernig það verður gert með Þórarni Hjálmarssyni þjálfunarflugstjóra Icelandair. Jarðskjálfti uppá 5,6 hristi aðeins upp í þættinum.
-
Björgólfur Jóhannsson var nýbyrjaður sem forstjóri Icelandair Group þegar efnhagshrunið varð haustið 2008. Hann sigldi félaginu í gegnum erfiða tíma í kjölfar hrunsins og í mörg ár þar á eftir stýrði hann Icelandair á mesta blómaskeiði þess frá upphafi. Björgólfur segir hér frá þessum merkilega tíma í flugsögunni, frá samkeppninni við WOW og fleiri flugfélög, samskiptum við stéttarfélögin, fjárfestingu í flugrekstri á Grænhöfðaeyjum sem hann hefur enn trú á og margt fleira.
-
Hallgrímur Jónsson flugmaður og fyrrverandi yfirflugstjóri hjá Icelandair segir frá viðburðum og upplifunum á ótrúlega löngum ferli í fluginu. Hallgrímur, eða Moni eins og hann er kallaður, hóf ferilinn 1960 og er enn að. Eftir 42 ára starf sem atvinnuflugmaður í farþegaflugi hefur hann unnið við þjálfanir og tekið á annað þúsund flugnema í próf á öllum stigum flugnámsins. Hann er enn starfandi og nú á mælingaflugvél fyrir ISAVIA og er ötull einkaflugmaður á mörgum af sömu flugvélategundunum og hann hóf ferilinn á 1960.
-
Linda Gunnarsdóttir yfirflugstjóri Icelandair fer yfir ýmsa viðburði í rekstri félagsins árið 2020 og áskoranir sem þeim hefur fylgt. Alvarlegt flugatvik í Keflavík, Kínaflug, kófið og margt fleira. Hún segist bjartsýn í upphafi nýs árs og félagið verði tilbúið að bregðast hratt við þegar markaðir taka við sér. Hún vonast til að Max vélarnar verði komnar í leiðakerfið í mars/apríl.
-
Rætt er við tvo fulltrúa úr hópi ungra flugmanna á Íslandi.
Hildur Þórisdóttir Kjærnested útskrifaðist með skírteini atvinnuflugmanns í árslok 2019 og fékk svo kreppuna í fangið. Hún telur að sumir muni gefa flugið upp á bátinn, en sjálf sér hún ekki fyrir sér starfsframa í neinu öðru.
Leó Freyr Halldórsson gegnir stöðu Flight operations manager hjá Flugakademíu Íslands þar sem tugir sitja nú í bóklegu atvinnuflugmannsnámi og um 300 manns sinna verklegu námi á ýmsum stigum. Leó Freyr er sjálfur í flugnámi samhliða vinnunni og segir frá flugnáminu og þeim leiðum sem hægt er að fara til að láta drauminn rætast og læra fjúga. -
Guðmundur Úlfar Jónsson formaður Flugvirkjafélags Íslands segir frá störfum flugvirkja og stöðunni í þessari iðngrein, sem Íslendingar hafa lagt fyrir sig allt frá því að fyrstu flugvélarnar flugu hérlendis.
Hátt í 500 flugvirkjar í Flugvirkjafélagi Íslands eru starfandi í dag þrátt fyrir kreppuna í fluginu. Ásókn í flugvirkjun er góð og vinnan fjölbreytt og skemmtileg að sögn Guðmundar. Störfin eru oft vandasöm og flugvirkjar taka alvarlega þá þungu ábyrgð sem þeir bera gagnvart öryggi flugfarþega. -
Harald Snæhólm flugstjóri hefur upplifað ótrúlega hluti á um 45 ára löngum ferli sem flugmaður. Hann hóf atvinnuflugmannsferil á sjóflugvélum í Noregi og lauk ferlinum á Boeing 767 breiðþotu hjá Icelandair. Á einhvern óskiljanlegan hátt slapp hann ómeiddur frá flugskeytaárás þegar hann sinnti hjálparflugi til Biafra og hann var einn þeirra sem komst lífs af úr brotlendingu DC-8 þotu Loftleiða á Sri Lanka árið 1978. Harald segir hér skemmtilega frá sjálfum sér og litríkum ferli í fluginu.
-
Flugslysið á Fokker Friendship í Færeyjum fyrir 50 árum er efni þessa þáttar í tilefni af nýrri bók um slysið. Rætt er við Hartvig Ingólfsson þá flugvirkja Flugfélags Íslands sem var sendur á slysstað og m.a. hífður upp háan hamravegg til að komast á vettvang. Einnig er rætt við Magnús Þór Hafsteinsson annan höfunda nýju bókarinnar og við heyrum sögu Valgerðar Katrínar Jónsdóttur flugfreyju sem hlaut mikið lof fyrir frammistöðu sína á vettvangi slyssins. Lesari í þættinum er María Kristjánsdóttir.
-
Sara Hlín Sigurðardóttir er flugstjóri og lögfræðingur sem hefur vakið athygli á meinsemd sem gerviverktaka er í fluginu og reyndar fleiri atvinnugreinum. Hún kallar eftir breytingum þegar flugfélög rísa upp að nýju úr Covid-kreppunni. Að stjórnvöld beiti sér fyrir samfélagslega ábyrgum flugsamgöngum og komi í veg fyrir ójafna samkeppni flugfélaga á grundvelli undirboða á vinnumarkaði.
-
Sigurður Heiðar Wiium yfirflugstjóri á björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar segir hér frá öflugri flugstarfsemi LHG og ýmsum erfiðum björgunarferðum við ómögulegar aðstæður, þar sem gæða þjálfun og útsjónarsemi þarf til að allt gangi upp. Flugsveit LHG fer af stað í hvaða veðri sem er þegar kallið kemur, að nóttu sem degi. Sigurður segir að gera megi betur í innviðum fyrir björgunarþyrlurnar og setja upp fleiri veðurstöðvar og sérstök þyrluaðflug. Sigurður rifjar einnig upp þegar hann nauðlenti Dauphin þyrlu á sjónum í Straumsvík árið 2007.
-
Leifur Magnússon segir hér frá þeim merkilega tíma þegar hann starfaði við hlið Agnars Kofoed-Hansen þá flugmálastjóra Íslands á sjöunda og áttunda áratugnum og barist var fyrir hagsmunum Íslands á alþjóðlegum vettvangi. Leifur starfaði við flugið með einum eða öðrum hætti um áratuga skeið og var árið 1979 heiðraður með riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf á sviði flugmála. Auk þess að vera einkaflugmaður og afreksmaður í svifflugi þá leiddi Leifur þróun flugflota Flugleiða þegar sú stóra ákvörðun var tekin að byrja með tveggja hreyfla þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. Um ágæti þess var deilt á sínum tíma og á níunda áratugnum var jafnvel umræða um að hætta alfarið flugi til Ameríku.
-
Sigríður Einarsdóttir flugstjóri er brautryðjandi kvenna í atvinnuflugi á Íslandi og segir hér frá merkilegum ferli sínum. Hún var fyrst kvenna til að vera ráðin flugmaður hjá Icelandair og mátti leggja ýmislegt á sig til að þykja ekki eftirbátur karla í stéttinni. Hún er í dag með reynslumestu flugstjórum félagsins og segist ekki hafa viljað starfa við neitt annað í gegnum árin, þrátt fyrir ákveðna fordóma gagnvart kvenflugmönnum.
-
Steinn Logi Björnsson fer yfir söluna á Bluebird Nordic flugfélaginu til Avia Solutions, áform nýrra eigenda og breytingar í starfseminni.
-
Kafteinninn Atli Unnsteinsson er að gefa út bók með sögum úr fluginu. Hann á að baki 40 ára feril sem flugmaður og flugstjóri og er fyrir löngu orðinn alræmdur sögumaður í bransanum. Hér segir Atli frá tilurð bókarinnar og hustendur fá smá innsýn í efni bókarinnar.
-
S01E31
– Helgi Seljan er einn þekktasti fréttamaður landsins. Hann er ekki í léttu hlutunum heldur tekur sér fyrir hendur að fjalla um erfið mál, vafasama og/eða ólögmæta framkomu fyrirtækja og einstaklinga og leitar sannleikans með flestum tiltækum ráðum. Hann er sjarmerandi á stundum fráhrindandi hátt, náttúrutöffari og gríðarlega fylginn sér. Hann ól flest fyrstu árin fyrir austan, fór ekki auðveldustu leiðina, sótti sjóinn og var upp á kant við lífið. Hann horfði upp á dauðann allt í kringum sig í uppvextinum og sá ekki fullan tilgang þar til hann virkjaði fréttanefið. Þá lá leiðin hratt upp og vestur á bóginn. Nú er hann orðinn fullorðnari en þá og einn sá allra fremsti á sínu sviði í Íslandssögunni. Allt þetta hefur tekið toll þótt það gefi líka. Hann hefði getað talað í 5 tíma til viðbótar.
Gott spjall.
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum.
-
Flimtan og fáryrði hafa lokið göngu sinni í bili og þá kemur að aukaefninu! Jólin eru hátíð ljóss og friðar – og berserkja, álfa og annarra óvætta. Gunnlaugur og Ármann eru í jólaskapi í sérstökum jólaþætti sem vegna fjölda áskorana var bætt við hlaðvarpið þar sem þeir ræða eigin jólahefðir og afstöðu Íslendinga fyrr og síðar til yfirnáttúrulegra afla. Meðal annars berst talið að 109 ára konum og „túristaálfinum“.
- Laat meer zien