Afgespeeld
-
Í þessum þætti ræði ég við fjölmiðladrottninguna og lögfræðinginn Þórdísi Valsdóttur. Ég kynntist Þórdísi fyrst þegar hún kom til mín í einkaþjálfun og fékk þar innsýn í hennar áhugaverðu sögu. Í þættinum spjöllum við um hvernig fortíð hennar og æskuáföll hafa mótað hana, hvernig hún hefur lært að nota hreyfingu til að umturna andlegri heilsu sinni og vegferðin hennar með kvíða- og þunglyndislyf og fleira. Komdu í áskrift á 360 Heilsa hlaðvarpinu með því að smella hér: www.360heilsa.is/hladvarp Samstarfsaðilar þáttarins: NUUN Electrolytes - fáanlegt í helstu matvöruverslunum, útibúum Lyfju og Heilsuhúsinu Pure Natura (kóði "360heilsa" f. 15% afslátt) - Fáanlegt á purenatura.is, Hagkaup, útibúum Lyfju og Heilsuhúsinu
-
Gestur þáttarins í dag er kennarinn, rithöfundurinn, matreiðslukonan og heilsufrumkvöðullinn Ebba Guðný eða Pure Ebba. Ebba hefur gefið út þrjár vinsælar bækur, "Eldað með Ebbu" uppskriftarbækur og síðan "Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða?"
Í þættinum fórum við yfir matarmál barna, heilsuvegferð Ebbu og almenna umræðu um heilbrigðan lífsstíl.------------------------
Samstarfsaðilar þáttarins:
Toppur
www.purenatura.is - kóði "360heilsa" f. 15% afslátt
Borðum betur - www.360heilsa.is/bordumbetur -
Gestur þáttarins hjá mér í dag er Rósa Richter. Rósa starfar sem sálfræðingur og EMDR meðferðaraðili hjá EMDR stofunni og aðstoðar þar bæði börn og fullorðna við að vinna á hlutum eins og: Áföllum og áfallastreituröskun Tenglsavanda Þunglyndi Kvíða Fíknivanda Meðvirkni Í þættinum ræðum við um margt sem viðkemur andlegri heilsu og áföllum. Hlutir eins og hvað er EMDR meðferð og hvernig virkar hún til að vinna í áföllum. Hvað eru áföll, hvernig getum við hugað betur að andlegri heilsu, unnið á kvíða og margt fleira.
-
Frá því ég byrjaði að þjálfa fólk fyrir að verða 10 árum síðan hef ég uppgötvað ákveðið mynstur sem virðist sameiginlegt milli allra þeirra sem eiga erfitt með að koma sér í form og viðhalda því til lengri tíma.
Í þessum þætti uppljóstra ég þessu mynstri ásamt nokkrum conceptum sem munu gera þér kleift að léttast og komast í betra form svo gott sem áreynslulaust.