Abonnementen

  • Eitthvað grasserar á Glerársöndum og margir búast við svörum. Baldvin Z kvikmyndagerðarmaður og Tómas Valgeirsson bíófíkill grandskoða sjónvarpsþættina Svörtu sanda frá ólíkum hliðum. Vangaveltur neytandans koma ferskar að skaparanum, en Tómas kemur með getspár, kenningar og fyrirspurnir á meðan þeir í sameiningu varpa ljósi á framvindu sögunnar, persónurnar, þemu og myndlíkingar. Þá er líka stutt í sturlaðar staðreyndir á bakvið gerð seríunnar og um kvikmyndagerð eins og hún leggur sig.

    Hefst þá stúderingin.

  • Hlaðvarp um lífið, tilveruna, normin, ónormin, óöryggi, geðheilsu, mótandi minningar og allt hið ósagða í ofantöldum efnum. Trúnó er í umsjón Tómasar Valgeirssonar og Nínu Eck.

    Nína er Mastersnemi í félagsráðgjöf, IPS jafningjaþjálfari og teymisstjóri jafningja á Geðsviði LSH. Tómas er fjölmiðlamaður, græjukall og söngleikjanörd.

    Samtölin kunna að vera hljóðrituð. Vertu með í trúnóinu.