Afgespeeld
-
Hryllilegasta hlaðvarp sem sögur fara af, hrekkjavökuþáttur Frú Barnaby. Móa og Lóa hittast í fölu mánaskini ræða hrekkjavökuhefðirnar, uppruna þeirra, heiðni, "guising" sem Ameríkanar öpuðu eftir og breyttu í Trick or Treat. Nú svo venda þáttastjórnendur sér til Midsomer nánar tiltekið í draugahús, úúúúuúú! Afturgöngur, átök milli góðs og ílls, píanóstrengir, fasteignasalar, verktakar, húsafriðunarnefnd og já, bræður berjast.
Hræðilega Hrekkjavöku!
-
Lóa og Móa hafa gengið í gegnum hæðir og lægðir vegna Covid en geta nú loks skálað í Corona og storkað örlögunum. Þær reyna að leiða hugann að öðru, þær mæla með ýmis konar afþreyingu fyrir fólk sem leiðist, er í sóttkví eða liggur veikt heima. Nú svo er hið sívinsæla Diönuhorn endurvakið með pomp og prakt.
-
Síðasti þáttur fyrstu seríu Frú Barnaby er tekinn upp í pottinum, við förum yfir farinn veg, drögum í land með Vesturbæjarskömmun og komumst að því að Frú Barnaby er stereótýpa 105. Auðvitað ræðum við vinnusjúklinginn Barnaby, flórgoða, golf, pappamassa, rokkstjörnur, garðyrkjumenn, hitastig nú og auðvitað, Sumarfrí! En svo ræðum við svo hvað koma skal á haustdögum.
-
Í þessum þætti takast Lóa og Móa við nýja hluti, þær fá viðmælanda til sín í stúdíó Barnaby. Rætt er við hinn frábæra Gunnar Óla Þjóðfræðing og safnvörð um Vesturbæinn, Breiðholtið, Þjóðfræði og líf í skugga verðlaunakattar. Með gestinum setjum við á okkur þjóðfræðigleraugun og skoðum Barnabyþátt, gamlar enskar hefðir og trúarbrögð. Rúsínan í pylsuendanum er svo óvænt spennusaga um tvær slöngur úr vesturbænum.