Afgespeeld
-
Icelandic True Crimes er sjálfstætt og tvítyngt vikulegt hlaðvarp með áherslu á íslensk sakamál með sögu- og menningarlegri nálgun.
Ísland er þekkt fyrir hrífandi landslag - frá spúandi hverum, ísbláum jöklum, hraunsviðum og dansandi norðurljósum - til síbreytilegs og óútreiknanlegs veðurs, gjósandi eldfjöllum og jarðskjálftum. En þetta land býr einnig yfir mikilfenglegum sögum af þjóð sinni - afkomendum víkinga sem fyrir meira en þúsund árum fóru frá Noregi og settust að í landi íss og elds.
Icelandic True Crimes hlaðvarpið nær yfir allt frá þekktum og gleymdum sakamálum. Fjallað er um hvert mál í TVEIMUR aðskildum þáttum - einn fyrir íslenskumælandi hlustendur og hinn fyrir enskumælandi hlustendur. Ef þú ert fyrir sakamál, þá er þetta hlaðvarpið fyrir þig! Þetta hlaðvarp er í formi frásagnar, með ítarlegar rannsóknir sem grunn, frá staðreyndum sem fást eingöngu með opinberu efni; fréttum, skjalasöfnum, dómsskjölum og -skýrslum, sögulegu efni og öðrum fyrirliggjandi skjölum. Þú getur hlustað á Icelandic True Crimes hlaðvarpið á Apple Podcasts, Spotify, Google Podcasts og öðrum helstu hlaðvarpsveitum eða streymt beint frá vefsíðu hlaðvarpsins.
Aukaefni:
www.icelandictruecrimes.com/episodes/0-1-kynning
Hafa samband:
Vefsíða:
www.icelandictruecrimes.com
Umræðuhópur:
www.facebook.com/groups/icelandictruecrimes
Instagram:
www.instagram.com/icelandictruecrimes
Facebook:
www.facebook.com/icelandictruecrimes
Twitter:
www.twitter.com/icetruecrimes
Hefur þú áhuga á að auglýsa í þessu hlaðvarpi?
www.icelandictruecrimes.com/advertise