Afleveringen
-
Velkomin í mest ´chaos´ fyrsta þátt í nýja podcastinu ,,Örlítið í ólagi." Lífið er óskipulagt... eins og þetta podcast, þar sem uppáhaldsorðin mín eru ,,uummm, ooooogggg, já & podcast!"
Hér spyrjum við spurninganna sem enginn bað um svör við, förum djúpt í hlutina og pælum örlítið of mikið í öllu - með húmor, speki og smá tilvistarkreppu á kantinum.
Þetta er algerlega, ótrúlega, stórkostlega út fyrir mitt þægindarsvið en það hefur lengið verið draumur hjá mér að byrja með svona spjall þar sem við ræðum allt milli himins og jarðar.
Hér er verið að hugsa upphátt og vonað að einhver skilji mig.
Takk fyrir að hlusta, takk fyrir að gefa mér tækifæri og ég vona að þessi þáttur skili einhverju þó ekki nema smá hlátri inn í daginn!
- Hrafndís Og já p.s. ég er 38 ára! (ef einhver var ekki búinn að ná því eftir að hafa hlustað á þáttinn)
-
Zijn er afleveringen die ontbreken?