Afleveringen
-
Erkifjendurnir Liverpool og Manchester United áttust við í ensku úrvalsdeildinni í gær og enduðu leikar með jafntefli í fjörugum leik.
Það má svo sannarlega telja þetta til óvæntra úrslita þar sem flestir bjuggust nú við öruggum sigri Liverpool.
Drummerinn sjálfur, Jóhann D Bianco, var ekki einn þeirra en hann er mikill stuðningsmaður Manchester United og hafði trú á sínum mönnum fyrir leikinn. Joey var gestur í Enski boltinn hlaðvarpinu í dag og fór yfir málin ásamt Guðmuni Aðalsteini og Magnúsi Hauki Harðarsyni.
Farið var mikið yfir leik Liverpool og Man Utd, og þá var snert á öðrum leikjum helgarinnar. -
Elvar Geir og Tómas Þór í fyrsta þætti ársins 2025.
Fyrsta ótímabæra spáin fyrir Bestu deildina afhjúpuð og farið yfir fréttir úr íslenska boltanum.
Kristján Atli Ragnarsson, sérfræðingur þáttarins í enska boltanum velur sérstakt úrvalslið og hitar upp fyrir viðureign Liverpool og Manchester United. -
Zijn er afleveringen die ontbreken?
-
Liverpool svífa hátt á toppi deildarinnar! Þeir kjöldrógu Hamrana á útivelli. Ipswich unnu fyrsta heimasigur sinn í úrvalsdeildinni síðan 2004 þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og skelltu stórliði Chelsea 2-0. Öskubusku ævintýri Notthingham Forest ætlar engan endi að taka. Morgan Rogers heldur áfram góðri spilamennsku og þakkar fantasy spilurum traustið. Tottenham og Man Utd halda áfram að vera í vandræðum og þetta er versta byrjun nýs stjóra Man Utd í 103 ár!
-
Gleðilegt nýtt ár! Enski boltinn var á fleygiferð í kringum jólahátíðina en í þessum þætti er farið yfir það helsta.
Manchester United er mikið á milli tannana á fólki þessa dagana en falldraugurinn gælir við liðið. Það er aðeins sjö stig í fallsvæðið eftir þrjá tapleiki í röð.
Liðið er hreint út sagt ömurlegt og það er dimmt yfir Old Trafford.
Liverpool er sem fyrr á toppnum, Arsenal átti góð jól en það sama er ekki hægt að segja um Chelsea sem svo gott sem stimplaði sig út úr titilbaráttunni.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson fór yfir málin með Magnúsi Hauki Harðarsyni og Hjálmari Aroni Níelssyni, stuðningsmanni Newcastle. -
Gleðin er við völd í Kæfunni þegar fótboltaárið er gert upp og veitt verðlaun í fjölmörgum flokkum.
Elvar Geir, Tómas Þór og Benedikt Bóas í beinni í síðasta þætti ársins frá fiskabúrinu á Suðurlandsbrautinni. Gestur þáttarins er hinn þrælskemmtilegi og öflugi markvörður Jökull Andrésson.
Einnig kemur Breki Logason í heimsókn og Tómas Meyer er á línunni. -
Þetta er lokaþáttur 8 liða úrslitana og í þetta sinn tekur Haraldur Örn á móti FH og Víking. Fyrir FH keppti Böðvar Böðvarsson en fyrir Víking keppti Davíð Örn Atlason.
-
Jólaspjall Tveggja Turna Tals var við tvo af skemmtilegri mönnum Íslands og þótt víðar væri leitað. Óli Jóh og Bjössi Hreiðars gáfu sér tíma í jóla amstrinu og fóru yfir allt sviðið. Það bar ekki á miklu jólastressi á þeim félögum. Það var ekki rædd vitleysan í stúdíó í þetta skiptið - allavega ekki allan tímann. Þeir félagar ræddu hvað er gaman við þjálfun, hvað traust skiptir miklu máli þegar kemur að liðsheild og svo sagði Óli frá því hvernig Guðný, eiginkona hans, fékk Arnar og Bjarka í FH. Njótið vel og gleðileg jól
-
Kári Ársælsson er fyrsti fyrirliði Breiðabliks til að lyfta Íslands og Bikarmeistaratitlinum í meistaraflokki karla í fótbolta. Það gerði hann á lágmarkslaunum!Kári var 16 ára keyptur af Ásgeiri Elíassyni í Þrótt þar sem hann sat stundum á bekknum þegar Þróttarar féllu úr efstu deild eftir að hafa verið efstir eftir fyrri umferðina. Hann stundaði nám í Alabama í Bandaríkjunum og er þekktur "trash talker" meðal fótboltamanna.Við ræddum þetta allt og miklu fleira þegar við fórum yfir feril Kára - sem er áhugaverður.
-
Síðustu leikirnir fyrir jól í ensku úrvalsdeildinni voru leiknir núna um helgina. Síðasti leikurinn var stórslagur Tottenham og Liverpool sem endaði með mikilli markasúpu.
Það verða svört jól í Manchester þar sem bæði City og United eru í slæmum málum.
Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Björn Bragi Arnarsson er sérstakur gestur þáttarins en hann hefur verið að gera virkilega skemmtilega hluti að undanförnu; í spurningaþáttunum Kviss og í uppistandssýningunum Meiri Púðursykur. Hann var þá að gefa út ný spil fyrir jólin, Pöbbkviss 4 og Krakkakviss 4.
Björn Bragi er stuðningsmaður Tottenham en hann fer yfir leikina helgarinnar ásamt Guðmundi Aðalsteini Ásgeirssyni og Magnúsi Hauki Harðarsyni. -
Össi Árna mætti sem gestur í þáttinn.
Manchester liðin halda áfram að tapa leikjum. Allt galopið á Tottenham Hotspur Stadium. Liverpool á toppnum yfir jólin. Nottingham Forest liðar áfram á góðu róli í 4.sæti deildarinnar. Sigur í fyrsta leik Vitor Perreira með Úlfana á King Power. Og Alexander Isak sökkti nýliðum Ipswich með snyrtilegri þrennu á Portman Road. -
Jólaþáttur Fótbolti.net á X977 laugardaginn 21. desember.
Gestir eru svo Ari Sigurpálsson og Gísli Gottskálk Þórðarson, hinir ungu leikmenn Víkings. Fjallað er um Evrópuævintýri Víkinga sem ætlar engan enda að taka og rætt við þá um tímabilið, framtíðina, lífið utan vallar, enska boltann og fleira.
Farið er yfir fréttir vikunnar, þar á meðal landsliðsþjálfaraleitina. Hver er núna líklegastur til að taka við landsliðinu og hvaða þrjú eru það sem sjá um leitina? -
Grétar Sigfinnur Sigurðarson er margfaldur Íslands og bikarmeistari í fótbolta. Vinir hans nefna hann þann vanmetna því hann er raðsigurvegari sem þó hefur ekki alltaf fengið það hrós sem hann á skilið. Við fórum yfir ferilinn, Grétar sagði sögur af mönnum og málefnum auk þess sem hann lýsir einstöku hugarfariþGrétar þurfti að fara krókaleið til að komast í KR-liðið, upplifði mikla höfnum þar en endaði alltaf uppi sem sigurvegari. Við í Turnunum þökkum Nettó, Netgíró, Hafinu Fiskverslun, Fitness Sport, Budvar, Visitor og Lengjunni fyrir samstarfið og hlökkum mikið til að gefa ykkur jólagjöf ársins!Njótið vel!
-
8 liða úrslitin halda áfram og í þetta sinn tekur Haraldur Örn á móti Fylki og Fótbolti.net. Fyrir Fylki keppti Ragnar Bragi Sveinsson en fyrir Fótbolti.net keppti Stefán Marteinn Ólafsson.
-
Amad Diallo kláraði Man City í borgarslagnum á Etihad. Chelsea setur pressu á Liverpool þar sem Fulham náði í sterkt stig á Anfield. Arsenal ráðalausir gegn Everton á heimavelli. Crystal Palace fyrstir til að leggja Brighton í Brighton. Bæði Gary O'neil og Russel Martin voru reknir um helgina.
-
Það var nóg um að ræða eftir leiki helgarinnar í enska boltanum.
Ótrúlegt hrun Manchester City hélt áfram er þeir töpuðu gegn nágrönnunum í United í gær, Arsenal og Liverpool töpuðu stigum á meðan Chelsea heldur áfram að vinna.
Þá voru tveir stjórar reknir.
Jón Kaldal og Magnús Haukur Harðarson fóru yfir málin ásamt Guðmundi Aðalsteini. -
Helgi Jónas Guðfinnsson á um margt áhugaverðan feril. Hann varð Íslandsmeistari í körfubolta með Grindavík bæði sem leikmaður og þjálfari og varð svo í haust Íslandsmeistari í fótbolta sem lykilmaður í þjálfarateymi Breiðabliks. Hann var atvinnumaður í körfubolta, spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild í knattspyrnu 26 ára, hannaði Metabolic æfingakerfið og hefur skrifað bækur! Það er augljóst að Helgi Jónas er djúpur í þekkingu sinni á styrktarþjálfun, við ræddum þesskonar þjálfun og margt fleira. Við Turnarnir þökkum Nettó, Netgíró, Hafinu Fiskverslun, Fitness Sport, Budvar, Visitor og Lengjunni fyrir frábært samstarf á árinu. Ykkur kæru vinir fyrir hlustunina og skilaboðið. Áfram veginn. Njótið
-
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net laugardaginn 7. desember. Tómas Þór og Benedikt Bóas stýrðu þættinum í dag en Elvar Geir er í fótboltaferð í Þýskalandi.
Arnór Smárason sem spilaði með ÍA í sumar en lagði svo skóna á hilluna var í vikunni ráðinn yfirmaður fótboltamála hjá Val. Hann kíkti í heimsókn og spjallaði við þá Tómas og Benedik Bóas.
Landsliðsmaðurinn Júlíus Magnússon sem spilar með Fredrikstad í Svíþjóð og er nýkrýndur bikarmeistari kom líka í heimsókn en norska deildin er í komin í frí.
Einnig var farið yfir fréttir vikunnar í íslenska boltanum að venju. -
8 liða úrslitin halda áfram og í þetta sinn tekur Haraldur Örn á móti Stöð 2 og Þungavigtinni. Fyrir Stöð 2 keppti Valur Páll Eiríksson en fyrir Þungavigrtina keppti Kristján Óli Sigurðsson.
-
Cole Palmer sýning á Tottenham Hotspur Stadium. Bætti met Yaya Toure með því að skora úr 12 vítum í röð. Það er farið að hitna sætið hjá Big Ange hjá Spurs. Flottur Mbeumo gegn Newcastle í 4-2 sigri. Bæði Man City og Arsenal misstigu sig um helgina. Man Utd töpuðu á heimavelli gegn Forest. Og Everton - Liverpool var frestað vegna óveðurs.
-
Óreiðan á bak við tjöldin hjá Manchester United er augljós en Dan Ashworth, sem hafði starfað sem yfirmaður fótboltamála hjá félaginu, var rekinn eftir tap gegn Nottingham Forest um síðastliðna helgi.
Menn virðast ekki vera að ganga í sama takt á Old Trafford en hjá Chelsea er allt í blóma þessa stundina. Er ekki hægt að fullyrða að Cole Palmer sé næst besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar?
Frestað var hjá Liverpool og Everton, City og Arsenal missteigu sig og það eru nokkrir stjórar í heitu starfi.
Orri Fannar Þórisson og Magnús Haukur Harðarson gerðu upp helgina í enska boltanum ásamt Guðmuni Aðalsteini. - Laat meer zien