Afleveringen
-
Í þættinum ræðir Erla við Lilju Sigurgeirsdóttur um liðleika, hreyfigetu, lífsgæði, styrk, andlega og líkamlega heilsu, ADHD, að setja sér mörk og margt fleira.
Lilja sem er oft kölluð Liðleika Lilja er með alls konar námskeið. Hún þjálfar bæði börn og fullorðna, almenning og íþróttafólk og hjálpar einstaklingum að ná árangri og bæta heilsu sína með aukinni hreyfigetu og styrk. Í lok þáttarins kemur Lilja með góð ráð fyrir íþróttafólk.
Þetta er einlægt viðtal, stútfullt af fróðleik og á erindi til allra.
Finna má Lilju á InstagramSendu HeilsuErlu skilaboð
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
-
Í þættinum ræðir Erla við Loga Ólafsson, íþróttakennara, húmorista og knattspyrnuþjálfara um starfsferil Loga sem er langur og viðburðaríkur. Þau ræða um hvað heilsa er mikilvæg, breytingar á 40 árum í íþróttakennslu, knattspyrnuþjálfun, áhugamál, starfslok og fleira.
Logi er mörgum kunnugur sem knattspyrnuþjálfari og lýsandi í sjónvarpi. Hann hefur þjálfað mörg knattspyrnulið í gegnum tíðina og bæði karla- og kvenna landslið Íslands í knattspyrnu.
En það sem ekki allir vita er að Logi hefur kennt íþróttir í Menntaskólanum við Hamrahlíð síðan árið 1988 og er Erlu mikil fyrirmynd. Hann er einstaklega flinkur í samskiptum, ber virðingu fyrir nemendum og samstarfsfólki og leggur sig fram við að kenna nemendum að hreyfa sig heilsunnar vegna.
Sendu HeilsuErlu skilaboð
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
-
Zijn er afleveringen die ontbreken?
-
Í þættinum ræðir Erla við Sóleyju Kristjánsdóttur uppistandara, markþjálfa og stjórnendaþjálfa um mannlega hegðun, húmor, venjur, burnout, meðferð, breytingaskeið kvenna, gæfuspor, sjálfsmildi, mikilvægi þess að taka ábyrgð á sjálfum sér og hvað það getur verið erfitt að vera öðruvísi eða sigla á móti straumnum.
Sóley segist stundum fá þráhyggjur fyrir hlutum og fara þá all-in í að grúska um það málefni í smá tíma. Það gerði hún varðandi Breytingaskeið kvenna og byrjaði með hlaðvarpið Að finna taktinn vegna þess að hún skildi ekki afhverju það var svona lítið rætt um þetta tímabil í lífi allra kvenna.
Í spjallinu ræða þær stöllur einnig um það lífsskeið, áhrif þess á heilsu kvenna, hvers vegna umræðan virðist vera tabú og hvernig einkenni breytingarskeiðs eru oft ranglega greind sem þunglyndi, kvíði eða annað.
Viðtalið var tekið upp í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:
Nettó- netto.is. Kíktu á Appdagatalið! Ný tilboð daglega.
Spíruna- Bókaðu jólahlaðborð 7. eða 14.des á spiran.is.
Heilsuhilluna- artasan.is. Heilsuvörur desember eru Bio Kult & Digest Gold. Komdu meltingunni og þarmaflórunni í gott stand.
Nýr samstarfsaðili hlaðvarpsins er Virkja- virkja.is sem er markþjálfunarskóli og er með það mottó að hjálpa fólki að Virkja það allra besta í sjálfum sér og öðrum. Þú getur bókað frítt 20 mín kynningarspjall á síðunni þeirra, þau taka vel á móti þér.Sendu HeilsuErlu skilaboð
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
-
Í þættinum ræðir Erla við Harald Holgersson eða Halla eins og hann er alltaf kallaður. Halli er ekki bara frábær þjálfari heldur einnig magnaður íþróttamaður sem hugsar vel um heilsuna. Halli stefnir á að verða hraustasti maður heims einn daginn. Hann keppti árið 2016 í unglingaflokki á heimsleikunum í Crossfit og svo ári síðar með liði CrossFit XY en svo settu meiðsli smá strik í reikninginn næstu árin.
Halli hefur verið að kljást við alvarlegt brjósklos í bakinu síðastliðin 5 ár. Það hefur gengið vel á köflum en því miður hafa meiðslin tekið sig upp aftur og aftur. Nú síðast fyrir 2 vikum kom bakslag eftir að hann var kominn á góða siglingu á æfingum. Slíkt er oft mikið áfall fyrir íþróttafólk sem lifir fyrir sína íþrótt og hefur mikil áhrif á andlega líðan og heilsu. Halli segist þó hafa lært mikið af þessari lífsreynslu og deilir því með okkur í þessu einlæga viðtali.
Viðtalið var tekið upp í Podcast stöðinni og hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:
Nettó- netto.is. Sæktu samkaupaappið og byrjaðu að spara!
Spíruna- spiran.is. Dásamlegur veitingastaður staðsettur í Garðheimum.
Heilsuhilluna- artasan.is. Heilsuvörur Nóvember eru frá New Nordic. Undanfarin ár hafa vörur New Nordic unnið til fjölda verðlauna og fyrirtækið býður aðeins upp á það besta frá náttúrunni.
Sendu HeilsuErlu skilaboð
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
-
Í þættinum ræðir Erla við nöfnu sína Erlu Gerði Sveinsdóttur lækni og sérfræðing í offitusjúkdómum um sjúkdóminn offitu, efnaskiptaaðgerðir, þyngdarstjórnunarlyf, virkni og aukaverkanir þeirra, nauðsynlegar breytingar á lífstíl í kjölfar inngripa, fordóma gagnvart offitu, áhrif umhverfisþátta á heilsufar og fleira.
Erla Gerður hefur unnið við offitumeðferð með einum eða öðrum hætti síðustu 15 árin. Hún vill vinna heildrænt og þverfaglega og starfar nú með teymi sínu hjá Mín besta heilsa við það að fræða, meta hvort og hvernig aðgerð fólk þarf og veita eftirmeðferð. Því að ef þörf er á sérhæfðri aðstoð með lyfjum eða efnaskiptaaðgerðum er mikilvægt að skilja vel hvernig þessi hjálpartæki virka og hvernig á að vinna með þau til að fá bætta heilsu til langframa.
Þátturinn var tekinn upp í Podcast stöðinni og hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:
Nettó- netto.is. Sæktu samkaupaappið og byrjaðu að spara!
Spíruna- spiran.is. Dásamlegur veitingastaður staðsettur í Garðheimum.
Heilsuhilluna- artasan.is. Heilsuvörur Nóvember eru frá New Nordic. Undanfarin ár hafa vörur New Nordic unnið til fjölda verðlauna og fyrirtækið býður aðeins upp á það besta frá náttúrunni.Sendu HeilsuErlu skilaboð
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
-
Í þætti vikunnar ræðir Erla við dásamlega vinkonu og gleðisprengju Auði Hallgrímsdóttur. Auður er mikil félagsvera sem elskar að hreyfa sig úti í náttúrunni. Auður missti föður sinn úr sjálfsvígi fyrir rúmum 5 árum og ákvað strax að hún myndi nýta sér þessa erfiðu lífsreynslu til þess að hjálpa öðrum.
Í þessu einlæga og fallega viðtali ræðum við meðal annars um sjálfsvíg, áhrif á aðstandendur, sálgæslu og mikilvægi hreyfingar í andlegri heilsu og þegar tekist er á við erfið áföll. Auður kemur einnig með ráð og ábendingar til þeirra sem missa einhvern úr sjálfsvígi og góð ráð hvernig er hægt að styðja við aðstandendur.
Auður minnir á hvað það er mikilvægt að tala upphátt og leita sér aðstoðar, t.d. hjá Píeta samtökunum.
Hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:
Nettó- netto.is. Sæktu samkaupaappið og byrjaðu að spara!
Spíruna- spiran.is. Dásamlegur veitingastaður staðsettur í Garðheimum.
Heilsuhilluna- artasan.is. Heilsuvörur Nóvember eru frá New Nordic. Undanfarin ár hafa vörur New Nordic unnið til fjölda verðlauna og fyrirtækið býður aðeins upp á það besta frá náttúrunni.Sendu HeilsuErlu skilaboð
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
-
Í þættinum ræðir Erla við Helga Ómarsson ljósmyndara og jáhrifavald um sjálfsvinnu, narsissisma, flókna áfallastreituröskun, að setja mörk, litla Helga, þakklæti, stolt, jólahefðir og hvernig hann vill nýta rödd sína og þekkingu ti þess að hjálpa öðrum.
Helgi er með hlaðvarpið Helgaspjallið og Helgi og Erla áttu afar skemmtilegan dag saman og tóku ,,two for one" þar sem að Erla fór einnig í spjall til Helga sama dag. Kíkið á viðtalið í Helgaspjallinu
Hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:
Nettó- netto.is. Sæktu samkaupaappið og byrjaðu að spara!
Spíruna- spiran.is. Dásamlegur veitingastaður staðsettur í Garðheimum.
Heilsuhilluna- artasan.is. Heilsuvörur Nóvember eru frá New Nordic. Undanfarin ár hafa vörur New Nordic unnið til fjölda verðlauna og fyrirtækið býður aðeins upp á það besta frá náttúrunni.
Þátturinn var tekinn upp í Podcast stöðinni.Sendu HeilsuErlu skilaboð
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
-
Í þættinum ræðir Erla við hjónin Árna Björn og Guðrúnu Ósk um lífið og tilveruna, um áföll eins og að eignast langveikt barn, höfuðhögg og heilsuleysi, áfallastreitu, triggera og traust.
Einnig ræðum við um mikilvægi þess að leyfa sér að upplifa allar tilfinningar, hvernig samskipti eru lykillinn að góðu sambandi, hvers vegna þau eru vegan, hvernig kynlíf getur orðið betra með árunum, nekt, opin sambönd og fleira.
Guðrún og Árni segjast lífa eftir þeirri lífsspeki að það eigi ekki vera neinn filter og vonast til að það hafi jákvæð áhrif á einhver. Þau fara sínar eigin leiðir og finnst normið ótrúlega leiðinlegt.
Hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:
Nettó- netto.is. Sæktu samkaupaappið og byrjaðu að spara!
Spíruna- spiran.is. Dásamlegur veitingastaður staðsettur í Garðheimum.
Heilsuhilluna- artasan.is. Heilsuvörur október eru frá Better You.
Þátturinn var tekinn upp í Podcast stöðinni.Sendu HeilsuErlu skilaboð
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
-
Í þætti vikunnar ræðir Erla við Sigurð Örn Ragnarsson, verkfræðing og þríþrautakappa um það hvernig hægt sé að ná sem bestum árangri sem afreksíþróttamaður, ,,kostnað" afreka á heilsuna, hámarkssúrefnisupptöku, HRV, mjólkursýru, þjálfunarpúls, zone 1-5, hitaaðlögun, mikilvægi svefns, ofþjálfun, grunnbrennslu og margt fleira.
Sigurður Örn er magnaður íþróttamaður sem nýtir þekkingu sína og reynslu til þess að ná góðum árangri í þríþraut en um leið besta heilsu sína. Hann er viskubrunnur og áður en við vissum af vorum við búin að spjalla saman í næstum 2 klukkutíma!
Grípið blað og penna til að glósa og góða skemmtun!Sendu HeilsuErlu skilaboð
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
-
Í þættinum ræðir Erla við Ásdísi grasa um náttúrulækningar, lýðheilsu, meltingu, þarmaflóruna, streitu, hormónaójafnvægi, tíðarhring kvenna, rushing womans syndrome ofl.
Ásdís Ragna er Lýðheilsufræðingur og grasalæknir. Áhugi hennar á virkni lækningajurta og hæfni þeirra til að bæta heilsu fólks kviknaði snemma á lífsleiðinni.
Hún hefur lengi haft brennandi áhuga á því hvernig við getum haft áhrif á heilsuna frá náttúrunnar hendi og hvaða áhrif þessi fjölmörgu virku efni úr jurtunum hafa á mannslíkamann.
Starf Ásdísar sem grasalæknir er fyrst og fremst fólgið í því að meðhöndla einkenni og kvilla á heildrænan og náttúrulegan hátt og líta á líkamann sem eina heild og bæta almenna starfsemi líffærakerfa.Sendu HeilsuErlu skilaboð
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
-
Í þættinum ræðir Erla við Stein Jóhannsson rektor Menntaskólans við Hamrahlíð um mjög áhugavert tímabil í lífi hans þar sem hann tók ekkert hvíldartímabil í 7,5 ár! Sem sagt hreyfði sig 30 mínútur á dag í 2737 daga og taldi ekki göngutúra og lyfingar með.
Þó að hann æfi ekki á hverjum degi lengur er hann þó eintaklega hreyfiglaður maður og er nammigrís sem elskar tölur og tölfræði, sérstaklega í tenglsum við íþróttir.
Í dag hvetur Steinn öll til þess að vera dugleg að hreyfa sig, finna sér hreyfingu við hæfi og hreyfingu sem veitir manni ánægju en láta ekki dagafjölda, mínútur eða klukkutíma ná tökum á sér.
Sendu HeilsuErlu skilaboð
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
-
Í þætti vikunnar spjallar Erla við Ágústu Kolbrúnu Roberts jógakennara og heilara. Ágústa byrjaði sína andlegu vegferð snemma eftir að hafa verið á flótta frá erfiðri æsku. Þær stöllur ræða á einlæglega um það hvernig æskan hefur mótað hana, hvernig jóga tók yfir líf hennar, hugleiðslu, áföll, heilun og hvernig við þurfum að taka ábyrgð á okkur sjálfum.
Hún hefur stundað jóga í 28 ára og kennt fjölmörgum að kenna jóga. Ágústa er líka frábær listakona og er nú með listasýningu á Sólheimum um Sesselju stofnanda Sólheima.
Hlaðvarpið er unnið í samstarfi við Nettó, Spíruna og Heilsuhilluna.
Auk þess fær Ágústa glaðning frá Share á íslandi sem er japönsk Apríkósa og Pomelo grape, gerjað í 30 mánuði! 100% náttúrulegt og einstaklega gott fyrir meltinguna.
Sendu HeilsuErlu skilaboð
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
-
7 mínútna sitjandi hugleiðsla og núvitundaræfing þar sem við færum athygli okkar á milli skynfæra. Hægt að gera hvar og hvenær sem er.
Njótið!Sendu HeilsuErlu skilaboð
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
-
Í þættinum ræðir Erla við Siggu Dögg kynfræðing um kynfræðslu, kærleika, mikilvægi samskipta í kynlífi og lífinu almennt, kynheilbrigði, skömm, opin sambönd, væntingar og hvernig breytingarskeið kvenna er tækifæri til að losa sig við það sem þjónar manni ekki lengur.
Sigga Dögg hefur lagt mikinn metnað í að fræða unga sem aldna um kynlíf síðustu ár og áratugi. Undanfarin ár hefur hennar helsta starf verið kynfræðsla í grunn- og framhaldsskólum þar sem hún fræddi nemendur, kennara og foreldra. Sigga áttaði sig svo á því að kynfræðslu fyrir foreldra og fullorðið fólk væri mjög ábótavant og stofnaði því Betra Kynlíf ásamt Sævari manninum sínum. Á þeirri síðu eru yfir 300 fræðslumyndbönd og fyrirlestrar um fjölbreytt efni.
Sigga Dögg var svo yndisleg að gefa ykkur öllum glaðning! Allir hlustendur hlaðvarpsins fá frían mánuð á betrakynlif.is með kóðanum heilsuerla
Þátturinn er unninn í samstarfi við Nettó, Spíruna og HeilsuhillunaSendu HeilsuErlu skilaboð
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
-
Í þættinum ræðir Erla við Krummu Jónsdóttur sem starfar sem árangursráðgjafi um hæfni, færni, sjálfstæði, hamingju og hugrekki, hvað við þurfum til að dafna og hvernig við náum árangri án þess að missa vitið og heilsuna.
Til að ná árangri þurfum við fjölþætta vellíðan, líkamlega, andlega og félagslega. Þegar við erum í jafnvægi og upplifum vellíðan í þessum þáttum, erum við betur í stakk búin til að takast á við áskoranir og ná árangri.Á sama hátt þurfum við árangur til að dafna; það að setja okkur markmið og ná þeim gefur lífi okkar tilgang og uppfyllir okkar innri þörf fyrir vöxt og þróun. Árangur og vellíðan eru þannig órjúfanlega tengd og styðja hvort annað í okkar persónulega og faglega lífi.
Sendu HeilsuErlu skilaboð
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
-
Í þættinum ræða Lukka og Erla um breytingaskeiðið, þyngdarstjórnun, efnaskiptaheilsu, hormónaójafnvægi, alvarleika hreyfingaleysis, hvatberavirkni, hvað það skiptir miklu máli að fólk viti að það er með lífi í lúkunum og margt fleira.
Lukka er einn af stofendum og eigindum GreenFit og hefur áratuga reynslu af að hjálpa fólki að bæta heilsu með mataræði og hreyfingu. Hún hefur starfað í 30 ár við þjálfun og ráðgjöf og hefur skrifað 3 bækur um tengsl næringar og heilbrigðis. Auk tveggja háskólagráða hefur hún svalað sífelldum þekkingarþorsta á hinum ýmsu námskeiðum og ráðstefnum og hefur diplómanám að baki í Functional Blood Chemistry Analysis hjá Optimal Dx auk ýmissa þjálfararéttinda og jógakennaranáms.Lukka elskar hreyfingu af öllu tagi, helst úti í náttúrunni með góðu fólki. Hún er bæði hrifnæm og hvatvís og stundum þarf að stoppa hana af þegar hana langar að taka viðskiptavini með sér heim til að elda hollan mat handa þeim og tryggja góðan árangur.
Lukka kom einnig í frábært viðtal fyrir skömmu með Sigurði Erni samstarfsmanni sínum sem ég hvet alla til þess að hlusta.
Samstarfsaðilar hlaðvarpsins eru Nettó, Spíran og Heilsuhillan.
Ég hvet þig til þess að sækja Samkaupa appið hér og byrja strax að spara.Sendu HeilsuErlu skilaboð
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
-
í þættinum ræðir Erla við Heiðdísi Snorradóttur næringarfræðing um hvað það er að eiga í heilbrigðu sambandi við mat, matarvenjur, ADHD og mataræði, næringarþéttni matvæla, næringarlæsi, áhrif þarmaflórunnar á almenna heilsu og margt fleira.
Heiðdís er stofnandi og meðeigandi Endurnæringar og næringarfræðingur MSc með áherslu á lýðheilsu. Hún sérhæfir sig í að hjálpa einstaklingum að byggja upp heilbrigt sambandi við mat.Sendu HeilsuErlu skilaboð
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
-
Hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:
Nettó - netto.is
Spíruna - spiran.is
Heilsuhilluna - heilsuhillan.is
Í þættinum ræðir Erla við Katrínu Kristjánsdóttur, sálfræðing um tengslamyndun og afhverju hún er mikilvæg, áhrif tengslamyndunar í æsku á heilsu okkar í framtíðinni, rannsóknir á tengslamyndun í ungbarnasundi, örugg tengsl, fæðingarþunglyndi, vanrækslu, tenglsaröskun, ,,good enough” foreldra og hvernig við getum haldið góðum tengslum við okkur sjálf og aðra.
Sendu HeilsuErlu skilaboð
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
-
Hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:
Nettó - netto.is
Spíruna - spiran.is
Heilsuhilluna - heilsuhillan.is
Í þætti vikunnar ræðir Erla við Önnu Töru Andrésdóttur um ADHD, sjálfsvitund, vinnsluminni, tilfinningastjórnun, frestunaráráttu, kynjamun, gagnsemi lyfja, fordóma og áhrif ADHD á heilsu og öfugt.
Þær stöllur ræða einnig um áhrif hreyfingar, mataræðis og svefns á ADHD og áhrif kynþroskaskeiðs, meðgöngu og breytingaskeiðs á einkenni ADHD hjá konum.
Anna Tara er doktorsnemi við Háskólann í Barcelona með sérstaka áherslu á konur með ADHD. Hún brennur fyrir málefnum ADHD því hún skilur vel hversu mikil áhrif ADHD getur haft á líf fólks. ADHD er meðhöndlanlegasta röskunin sem til er og því er mikilvægt að veita fólki þau bættu lífsgæði sem það eiga skilið.
Að mati Önnu Töru ætti frekar að kalla þetta styrifærniröskun þar sem að ADHD snýst ekki bara um skort á athygli. Rætur þess eru oftar líffræðilegar en eiturefni í umhverfinu geta valdið ADHD.Samfélagslegur kostaður vegna ómeðhöndlaðs ADHD er hár og afleiðingar ómeðhöndlaðs athyglisbrest geta verið mjög alvarlegar, t.d. félagsleg einangrun, meiri líkur á fíkn, kviða og þunglyndi og aukin slysahætta vegna áhættusækni ofl.
Sendu HeilsuErlu skilaboð
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
-
Hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:
Nettó - netto.is
Spíruna - spiran.is
Heilsuhilluna - heilsuhillan.is
Í þætti vikunnar ræðir Erla við Guðbjörn Gunnarsson sérlegan áhugamann um fólk, einkaþjálfara og markþjálfa um venjur, hegðun, þarfir, hvað það er að vera listamaður í að lifa, neðansjávardjúpmarkþjálfun, morgunsíður og hvernig við berum ábyrgð á eigin heilsu.
Guðbjörn hefur unnið með fólki í 21 ár og blandar nú saman á skemmtilegan hátt einkaþjálfun og markþjálfun með góðum árangri. Hann trúir því að það sem þú gefur er það sem þú færð og að þú getir ekki hlustað betur en þér líður. Hann segir að heilsa sé heimild sem virkar í báðar áttir. Það er því á okkar ábyrgð að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að huga að eigin heilsu og vellíðan.Sendu HeilsuErlu skilaboð
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
- Laat meer zien