Afleveringen
-
Fimmtudagur 27. mars
Flóttafólk, börn í vanda, orðræða fjölmiðla, framtíð lýðræðis og bókabúðarhljómsveit
Við hefjum leik á nýrri frétt um að flóttafólk er að lenda á götunni hér á næstu vikum. María Lilja Þrastardóttir ræðir við Þóri Hall Stefánsson umsjónarmann gistiskýlis hjá Rauða krossinum. Í dag hafa verið sagðar fréttir um öryggi og auknar eftirlitsheimildir lögreglu. Oddný Eir Ævarsdóttir ræðir við Þórlaugu Borg Ágústsdóttur vefkyrju og doktorsnema um áhrif tækni-kapítalisma á lýðræðið, varnir Íslands, netöryggismál, áróður og fleira. Hvernig horfir MAST-dómurinn í gær við neytendum? Breytir það einhverju til góðs fyrir íslenskan almenning að Hæstiréttur hafi dæmt að starfsfólk MAST og fréttamenn Rúv höfðu rétt á tjáningu um brotalamir kjúklingabús? Við fáum svör með formanni Neytendasamtakanna, Breka Karlssyni, hann ræðir ásamt Tryggva Aðalbjörnssyni fréttamanni sem skúbbaði Brúneggjamálinu á sínum tíma við Björn Þorláks. Við fjöllum einnig um börn í vanda og orðræðu fjölmiðla. Þórhildur Ólafs barnasálfræðingur, Hermann Austmar pabbi stúlku í Breiðholtinu og Óskar Steinn sem vann á Hamrinum, sem er úrræði fyrir erlend börn, ræða það mál við Maríu Lilju. Það er vel geymt leyndarmál meðal Íslendinga að í húsi við Laugaveg hefur verið spiluð lifandi tónlist fyrir erlenda ferðamenn hvert einasta kvöld í þrjú ár. Þetta upplýsa þau Ragnar Ólafsson og Marína Ósk Þórólfsdóttir tónlistarmenn sem líta við og ræða þetta merka og mjög svo þrautseiga menningarframtak. -
Miðvikudagur 26. mars
BNA, reynsluboltar, óþekkti þingmaðurinn, gerjun, víðerni og diplómati deyr.
Íslenskir fræðimenn eru farnir að hunsa boð um ráðstefnur í Bandaríkjunum í mótmælaskyni við harðlínustefnu yfirvalda í garð minnihlutahópa og skerðingu málfrelsis þar í landi. Björn Þorláksson fær til sín þá Rúnar Helga Vignisson og Guðmund Hálfdánarson, prófessora við Háskóla Íslands til að ræða breytt landslag. Hinir vikulegu reynsluboltar fara yfir mál málanna hjá Sigurjóni M Egils. Að þessu sinni fær hann til sín þau Oddnýju Harðardóttur, Guðrúnu Öldu Harðardóttur, Þorstein Sæmundsson og Ómar Valdimarsson. Halla Hrund Logadóttir er óþekkti þingmaður þessarar viku á Samstöðinni. Björn Þorláks reynir að skyggnast undir yfirborð nýrra þingmanna og ræðir Halla Hrund kvöldið þegar kappræðan í sjónvarpinu gekk ekki sem skyldi í fyrrasumar en líka kraftinn og gleðina. Maður lærir ekkert í logninu, segir Halla Hrund. Fágun, félag áhugafólks um gerjun á fimmtán ára afmæli um þessar mundir. Þau Helga Dís Björgúlfsdóttir - Formaður, Dagur Helgason - Ritari og Sigfús Örn Guðmundsson - Fyrrverandi stjórnarmeðlimur kíkja til Maríu Lilju og líta yfir farinn veg og segja frá frelsisbaráttu sem ku framundan. Þorvaldur víðförli, ljósmyndari og rithöfundur Til oddnýjar um sveitina og háskólamál. Diplómati deyr heitir ný bók, fyrsta skáldsaga okkar fyrrum forsetafrúar Elizu Reid. Eliza lýsir við Rauða borðið skriftunum og ljóstrar í leiðinni upp þætti Guðna Th. Jóhannessonar sem hún segir að hafi verið gagnlegur yfirlesari. -
Zijn er afleveringen die ontbreken?
-
Þriðjudagur 25. mars
Rektorskjör, sönglist í hættu, sósíalísk hreyfing og trúmál
Við hefjum leik við Rauða borðið á viðtali Gunnars Smára Egilssonar við rektorsefnin tvö, Magnús Karl Magnússon og Silju Báru Ómarsdóttur. Kosning milli þeirra tveggja fer fram á morgun og hinn daginn. Hver eru einkenni rektorsefnanna? Við ætlum líka að standa fyrir umræðu um stofnanir í listheiminum. Söngnám er í hættu vegna peningamála. Þau Gunnar Guðbjörnsson, Hallveig Rúnarsdóttir og Guðrún Jóhanna koma í heimsókn og segja Birni Þorláks sögur af fjárhagslegu basli en líka ræða þau fegurð listarinnar og tækifæri. Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur, ræðir í samtali við Oddnýju Eir Ævarsdóttur ágreining í sósíalískri hreyfingu, rofið í stéttabaráttunni og samræðunni. Við ljúkum svo þættinum á spjalli við sóknarprest einnar stærstu sókar landsins. Arna Ýrr Sigurðardóttir, ræðir Elon Musk, mannúð og skort á henni og aukna þöf landsmanna á að ræða trú með opinskáum hætti. -
Rauða borðið 24. mars
Skemmdarverk, fjölmiðlar, barnsmissir, sekt, fólk og kvár
Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri um gjaldþrot Kvikmyndaskólans, en Friðrik var um tíma rektor skólans. Hvað áhrif hafði skólinn á uppbyggingu kvikmyndagerðar og hver verða áhrifin af hruni hans? Friðrik Þór kemur í spjall við Gunnar Smára. Einyrkjafjölmiðlun og blaðamennska á litlum fjölmiðlum verður til umræðu við Rauða borðið í dag. Mál Ástu Lóu Þórsdóttur verður til umræðu. Þau Frosti Logason, Steingerður Steinarsdóttir og Brynjar Birgisson blaðamenn tala við Björn Þorláks.
Laufey Líndal ætlar á næstu vikum að fjalla um barnsmissi frá ýmsum hliðum. Við hefjum umræðuna með frásögn Maríu Pétursdóttur um hennar reynslu og hvernig sú reynsla hefur mótað hana. Lára Magnúsardóttir, sagnfræðingur ræðir um barnamálaráðherramálið í samhengi sakamála sögunnar og hlutverk Ríkisútvarpsins í spjalli við Oddnýju Eir. María og Oddný fara á Eiðistorg og ræða við fólk á förnum vegi um mál málanna. Í tilefni Kváradagsins ræðir María Lilja svo við Reyn Alpha, forseta Trans-Íslands um tímamótin. -
Sunnudagur 23. mars
Synir Egils: Afsögn ráðherra og staðan í pólitíkinni
Fjórir gestir koma í þáttinn Synir Egils að þessu sinni. Þau eru: Birta Björnsdóttir yfirmaður erlendra frétta, Svanborg Sigmarsdóttir framkvæmdastjóri Viðreisnar, Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður
og Björn Leví Gunnarsson fyrrverandi þingmaður. Staða Ásthildar Lóu Þórsdóttur munu örugglega rata á góma gestanna. Mörg önnur mál bíða umfjöllunnar og verða því á dagskrá þáttarins. -
Laugardagur 22. mars
Helgi-spjall: Heimir Björn Janusarson
Heimir Björn Janusarson umsjónarmaður í Hólavallakirkjugarði er gestur í Helgi-spjallsins þessa vikuna. Heimir Björn kann margar sögur úr garðinum. Í spjalllinu segir hann Sigurjóni Magnúsi Egilssyni nokkrar ómetanlegar sögur. -
Föstudagur 21. mars
Vikuskammtur: Vika 12
Jódís Skúladóttir, Indriði H. Þorláksson og Sigursteinn Másson eru gestir í Vikuskammti að þessu sinni. Ræddar eru fréttir vikunnar og ekki síst afsögn mennta- og barnamálaráðherra. Þátturinn er í umsjá Björns Þorlákssonar. -
Fimmtudagur 20. mars
Lögregluríkið, brotleg skipafélög, JFK, líðan barna, föstudagspartýbíó og sálumessa
Þátturinn hefst á umræðu sem spyr spurninga um hvort Ísland sé að verða lögregluríki og hvort aðgreining yfirstéttar og almennings sé að aukast. Við ræðum dóm gærdagsins þar sem níu mótmælendur sem beittir voru harðræði fá ekkert fyrir sinn snúð. Sigtryggur Ari Jóhannsson og Sara Stef Hildar mótmælendur ræða við Björn Þorláks. Hver myrti JFK er spurning sem margir vilja meina að aldrei hafi verið svarað. Guðjón Heiðar Valgarðsson og Haukur Ísbjörn, álhattamenn koma til Maríu Lilju og fara yfir CIA skjöl sem voru opinberuð í vikunni um morðið á JFK. Nokkur umræða hefur orðið um verðkannanir undanfarið. Við ræðum við Breka Karlsson formann Neytendasamtakanna um vöruverð, vexti og nýja niðurstöðu nefndar um áfrýjunarmál sem staðfestir sekt Samskipa og Eimskipa í samráðsmáli. Óli Hjörtur Ólafsson rekstrarstjóri hjá Bíó Paradís segir Lafeyju Líndal Ólafsdóttur frá Föstudagspartýsýningum og öðrum sýningum og uppákomum hjá kvikmyndahúsinu á næstunni. Að þessu sinni verður sýnd kvikmyndin Friday sem var vinsæl á tíunda áratug síðustu aldar. Líðan barna er okkur öllum hugleikin. Hulda Tölgyes sálfræðingur ræðir hvað við getum gert til að vinna gegn kvíða. Hulda safnar fé til að gefa út spil sem á að auðvelda börnum að tengjast fólki og umhverfi sínu. Við endum dagskrána á stórvirki sem fer fram í menningarheiminum um helgina þegar flutt verður sálumessa Tryggva M. Baldvinssonar upp úr Heimsljósi Halldórs Laxness í Langholtskirkju. Gríðarlegur fjöldi listamanna kemur að þessum viðburði. Að rauða borðinu koma til að ræða þennan viðburð Tryggvi M Baldvinsson tónskáld, Magnús Ragnarsson kór- og hljómsveitarstjóri og Hallveig Rúnarsdóttir söngkona. -
Miðvikudagur 19. mars
Solaris, fæðuöryggi, reynsluboltar, þingmaður, maurar og kynlífsverkafólk
Við hefjum þáttinn á viðtali Laufeyjar Líndal Ólafsdóttur við Maríu Lilju Ingveldar Þrastardóttir Kemp og lögmanninn Gunnar Inga Jóhannsson, um Solaris málið svokallaða en ríkissaksóknari fól lögreglu að rannsaka fjársöfnun og átaksverkefni til að koma fólki út af Gaza. Bændur og búalið hér á landi sjá fram á breytta tíma. Hugsanleg innganga í ESB gefur tilefni til að ræða ógnir og tækifæri að sögn formanns Bændasamtakanna, Trausta Hjálmarssonar. Hann ræðir við Björn Þorláks um stöðuna og Búnaðarþing sem verður sett á morgun. Vikulegi dagskrárliðurinn Reynsluboltar að þessu sinni eru þau Erna Bjarnardóttir, Magnús R. Einarsson og Sigrún Jónsdóttir sem fara yfir helstu mál líðandi stundar. Eðlilega rata þeir Rump og Pútín í umræðuna og svo eru það helstu innanlandsmálin. Óþekkti þingmaðurinn sem þessa vikuna ræðir við Björn Þorláks á persónulegum nótum er Ingvar Þóroddsson. Hann er einnig yngsti þingmaðurinn nú um stundir. Ingvar lýsir með opinskáum hætti hvernig efasemdir um eigin verðleika urðu honum áskorun. Arnar Pálsson og Andreas Guðmundsson líffræðingar mættu til Maríu Lilju með heilt samfélag maura Að lokum koma þau Ari Logn og Renata Sara Arnardóttir en þau eru talsfólk Rauðu regnhlífarinnar og ræða meðal annars kvikmyndina Anora og stöðu kynlífsverkafólks í samfélaginu í dag -
Þriðjudagur 18. mars
Þjóðarmorð, fátækt, klám, orgelleikur og guð
Fólkið í Gazaborg var vakið upp við loftárásir Ísraela og Bandaríkjanna. Félagið Ísland Palestína stóð fyrir mótmælum í morgun og þrýsti á íslenska ráðamenn um að setja á viðskiptabann og slíta stjórnarsamstarfi. María Lilja fær til sín Svein Rúnar Hauksson, formann FÍP og fara þau yfir fréttir dagsins frá Palestínu. Skylt er að vara við myndefni sem spilað verður í innslaginu en María Lilja klippti saman efni frá blaðafólki og almenningi á staðnum. Vaxtaumhverfi námslána er út úr kú og hafa breytingar sem orðið hafa á kerfinu sumpart aukið efnahagslega stéttaskiptingu. Þetta segir Lísa Margrét Gunnarsdóttir forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta en Björn Þorláksson ræðir við hana um slembilukku, tengda pólitískri hugmyndafræði hverju sinni sem veldur því að sumar kynslóðir fá hagstæð námslán en aðrar alls ekki. Við ræðum um ást og klám við Láru Martin, kvikmyndagerðarkonu og kvikmyndafræðing sem ræðir um erkitýpu vændiskonunnar í menningu okkar og gagnrýni kynlífsverkafólks á myndina Anora. Við endum Rauða borðið á umræðu um nýstárlega notkun guðshúsa. Björn Þorláksson ræðir við Kristján Hrannar Pálsson, organista. Stundum er sagt að kirkjurnar, hús í eigu almennings, standi of mikið auðar og að hugsanlega mætti auka nýtingu þessara bygginga sem sum okkar kalla guðshús.Við kynnum okkur nýjung í viðburðastarfi, svokallað orgelbíó sem Kristján Hrannar Pálsson organisti fræðir okkur um og fleira. -
Mánudagur 17. mars
Fullveldi, fjölmiðlar, öryggismál, raddir almennings, Reykjanes og skák
Við hefjum leik á viðtali Oddnýjar Eirar Ævarsdóttur við Harald Ólafsson hjá Heimssýn. Haraldur telur að valkyrkjustjórnin sé að reyna að koma landsmönnum inn í ESB undir fölsku flaggi varnarmála. Einnig verður umræða um fjölmiðla í umsjá Björns Þorláks þar sem blaðamennirnir Páll Ásgeir Ásgeirsson, Sigurjón Egilsson og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson ræða málin. Gunnar Smári Egilsson ræðir við Helen Ólafsdóttur ráðgjafa um alþjóða öryggismál. Maríu Lilja spyr almenning álits á fréttnæmum fyrirbærum. Við bíðum flest eftir eldgosi á Sundhnúkagígaröð. En hvað teiknast upp ef kvika fer að leita upp á öðrum slóðum en þeim sem hafa verið virkastar á Reykjanesinu? Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur ræðir nokkrar sviðsmyndir. Og við ljúkum Rauða borðinu með umfjöllun um skáklistina, stórmót sem haldið var fyrir norðan um helgina. Hermann Aðalsteinsson formaður Goðans í Þingeyjarsýslu og Björn Þorfinnsson sem vann mótið ræða ævintýri skáklistarinnar. -
Dagur B. Eggertsson þingmaður og fyrrum borgarstjóri er gestur Helgi-spjallsins þessa vikuna. Dagur ræðir uppvöxtinn, læknavísindin, pólitíkina, borgina og persónuleg mál við Björn Þorláksson.
-
Föstudagur 14. mars
Vikuskammtur: Vika 11
Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Vilborg Bjarkadóttir doktorsnemi í þjóðfræði, Magnús Jochum Pálsson blaðamaður og gagnrýnandi, Þorkell Heiðarsson deildarstjóri hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur og Ester Bíbi Ásgeirsdóttir bassaleikari og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af Trump innan lands og utan en líka slætti og látum í pólitíkinni hér heima. -
Fimmtudagur 13. mars
Fasísk sveifla, gróandi, ásakanir, heilahvel, tálbeitur, feðraveldi og endurhæfing
Magnús Helgason sagnfræðingur og Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúI ræða við Gunnar Smára um hvernig Donald Trump er að breyta Bandaríkjunum. Hversu miklar geta þær breytingar orðið? Og munu þær ganga til baka í næstu pólitísku sveiflu. Lexí Líndal, plötusnúður og listakona og Máni Emeric Primel, leikari ræða um reynslu sína af Janus endurhæfingu sem nú á að loka og sorgina yfir því að öll þessi einstaka sérfræðiþekking sem hefur byggst þar upp til endurhæfingar fyrir ungt fólk með einhverfu og fjölþættan vanda sé nú í hættu. Sigurjón Magnús Egilsson ræðir við Helga Gunnlaugsson afbrotafræðing um tálbeitur, en það fyrirbæri er mikið í umræðunni núna í tengslum við hræðilega glæpi á Íslandi. María Pétursdóttir, formaður málefnastjórnar Sósíalistaflokks Íslands og Sara Stef Hildar varaformaður framkvæmdastjórnar ræða við Oddnýju Eir um hitamál flokksins eftir gagnrýni lítils hóps flokksins og uppgjör eins félaga og ásakanir um einelti, útskúfun, þöggun og ólýðræði. Hildur Dagbjört Arnardóttir fer fyrir samfélagsverkefninu Gróanda og hefur byggt upp nytjagarð sl. 9 ár sem fólkið á Ísafirði hefur aðgang að, endurgjaldslaust. Mannréttindafréttaritari okkar, Arna Magnea Danks ræðir um nýjustu aðgerðir Trömpstjórnar og innlends æsings vegna þátttöku sumra í kvennagöngu og spurningarinnar ,,Hvað er kona?” Hún segir okkur frá því hvernig tilvera hennar er ögrun við feðraveldið, eins og fokkmerki og frá nýrri bíómynd sem hún leikur í, Ljósvíkingar sem hefur fengið lof úti í heimi. Elín Agla Briem, þjóðmenningarbóndi, segir frá reynslu sinni af lífinu á Ströndum, af pólitískum átökum sem urðu persónulegar og segir frá nýjum heilahvelsrannsóknum sem setja pólaríseringu í nýtt samhengi og mannskepnuna í ný tengsl við náttúruna. -
Rauða borðið 12. mars
Grænland, spilling, reynsluboltar, neytendamál, sjálfsskrif, fræ framfara og Akureyrarfréttir
Við hefjum leik á umfjöllun um stjórnmál en aldrei hafa kosningar í Grænlandi vakið meiri athygli en nú. Það skýrist ekki síst af áhuga Bandaríkjaforseta á að sölsa Grænland undir sig og ræðir María Lilja við Ingu Dóru Guðmundsdóttur um niðurstöður kosninganna. Atli Þór Fanndal, sem starfaði við spillingarvarnir um árabil, ræðir spillingu, fjölmiða, siðferðisleg álitamál og neikvæða umræðu gagnvart eftirlitsstofnunum í samtali við Björn Þorláks. Þátturinn Reynsluboltar verður á dagskrá undir stjórn Sigurjóns Egilssonar. SME ræðir við Árna Hjartarson jarðfræðing, Kristínu Ástgeirsdóttur fyrrverandi þingmann með meiru og Viðar Eggertsson leikara. Umræðuefnið er sótt í daginn og veginn. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, ræðir heimilin í landinu og fjárhag almennings. Við spyrjum hvort Neytendasamtökin séu bjartsýn á áframhaldandi vaxtalækkun og fjöllum um óskalista Neytendasamtakanna. Við fjöllum einnig um sjálfsskrif: Róbert Hilmar Haraldsson heimspekingur, Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur og Davíð Ólafsson menningarfræðingur ræða við Gunnar Smára Egilsson. Jón Einar Kristjánsson, sagnfræðingur kemur og fjallar um fræ framfara, það er að segja akuryrkju og framfarahugsun á átjandu öld og hvernig megi læra af þeim jarðvegi i dag. Og við endum þáttinn með því að hringja norður til Akureyrar, við heyrum í Skapta Hallgrímssyni ritstjóra sem segir okkur tíðindi úr höfuðstað norðurlands þar sem einna hæst ber að mörg flug eru nú í boði fyrir Norðlendinga beint út í heim. -
Þriðjudagur 11. mars
Breytt staða, húsnæðismarkaður, rektor, símabann, Auður Haralds, samræðan og karlar
Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, prófessor við Háskólann á Bifröst, ræðir við Björn Þorláks um gjörbreytta stöðu sem blasir við íslensku ríkisstjórninni vegna utanríkismála. Allar líkur eru á því að aðstæður hafi áhrif á ESB-áhuga Íslendinga. Sigurður Stefánsson framkvæmdastjóri Aflvaka greinir hvernig húsnæðismarkaðurinn ýtir undir misskiptingu auðs í samtali við Gunnar Smára. Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands, er síðasti frambjóðandinn til rektors sem mætir í spjall til Gunnars Smára um háskólann og stöðu hans í samfélaginu. Barnamálaráðherra hefur boðað símabann í öllum grunnskólum landsins frá og með næsta hausti. En er það raunhæft? Björn Gunnlaugsson skólastjóri Laugalækjarskóla og Skúli Bragi Geirdal hjá Fjölmiðlanefnd eru ekki á einu máli - Björn Þorláks ræðir við þá. Auður Jónsdóttir rithöfundur og blaðakona, Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og pistlahöfundur og Katrín Axelsdóttir málfræðingur segja Gunnari Smára frá Auði Haralds, sem var frumkvöðull í bókmenntum og textasmíð og óheyrilega fyndin. Vilhjálmur Árnason, heimspekiprófessor emeritus við Háskóla Íslands, ræðir um mátt samræðu og friðarviðræðna á myrkum tímum ofbeldis og stríð og segir frá sinni reynslu af því að gagnrýna og koma á fót samræðu um samfélagið. María Lilja ræðir við karlmenn á krossgötum, tónlistarmennirnir og metal-hausarnir Birkir Fjalar Viðarsson í Adapt og Karl Thorsten Ställborn Skratti ræða karlmennsku sína og samfélagsins. -
Rauða borðið mánudaginn 10. mars 2025
Ríkisútvarpið, rektorskjör, blaðamannaverðlaun, rödd almennings og kukl verður á dagskrá Samstöðvarinnar í kvöld.
Við hefjum leik við Rauða borðið með þeim Ragnari Sigurði Kristjánssyni, hagfræðingi hjá Viðskiptaráði og Stefáni Eiríksson útvarpsstjóra. Á RÚV að víkja af auglýsingamarkaði? Er Rúv bleiki fíllinn sem er að lama einkarekna fjölmiðlun í landinu? Björn Þorláks stýrir umræðunni.
Gunnar Smári Egilsson ræðir við Silju Báru R. Ómarsdóttur prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur boðið sig fram til rektors Háskólans. Háskólinn er á margskonar tímamótum, hvernig vill Silja Bára að brugðist verði við?
Við heyrum raddir fólksins í landinu. Oddný Eir Ævarsdóttir ræðir við fólk á förnum vegi um varnarmál Íslendinga og utanríkismál. Þá ber tugþraut einnig á góma.
Sunna Kristín Hilmarsdóttir, sem stýrir dómnefnd um blaðamannaverðlaun, ræðir verðlaunin ásamt blaðamönnunum Maríu Lilju, Oddnýju Eir Ævarsdóttur og Birni Þorláks. Afhending verðlaunanna fer fram á miðvikudag.
Og María Lilja endar þáttinn með samræðu um kukl við Guðrúnu Tinnu Thorlacius. Þær ræða hulduheima og talnaspeki og spá í tarotspil. -
Sunnudagurinn 9. mars
Synir Egils: Öryggisógnir, ágreiningur og bág staða sveitarfélaga
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þær Eyrún Magnúsdóttir blaðakona, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir fyrrverandi þingkona Framsóknar og Sóley Tómasdóttir, fyrrum borgarfulltrúi og ræða fréttir vikunnar og stjórnmálaástandið hér heima og erlendis. Þeir bræður taka púlsinn á pólitíkinni en fá svo til sín sveitarstjórnarfólk til að ræða stöðu sveitarfélaganna: Sanna Magdalena Mörtudóttir forseti borgarstjórnar, Margrét Ólöf A. Sanders bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi og Valgarður Lyngdal Jónsson forseti bæjarstjórnar Akraness greina vanda sveitarfélaganna, -
Laugardagur 8. mars
Helgi-spjall: Héðinn Unnsteinsson
Héðinn Unnsteinsson, rithöfundur og ráðgjafi segir okkur frá lífi sínu í punktinum og utan hans, í skáldskap og samveru, einveru og rannsóknum á geði, kerfum, erfðum, áföllum, framsýni, frumefnum, næveru. - Laat meer zien