Afgespeeld
-
Aðalsteinn Leifsson starfar í dag sem ríkissáttasemjari og lektor við Háskólann í Reykjavík.
Hvað gerir ríkissáttasemjari? Hvaða þættir skipta máli svo aðilar séu sáttir við samninga? Samningar er eitthvað sem við fáumst við alla daga og eitt mikilvægasta form ákvörðunartöku.Af hverju við erum ekki eins góðir samningamenn og við teljum okkur vera. Af hverju stærsta hindrunin sem við mætum í samningum er innra með okkur. Hvers vegna undirbúningur er sá þáttur sem mestu máli skiptir. Við ræðum ólíka samninga og samningatækni þegar kemur að íbúðakaupum, kaupum bíl eða þegar við ráðum okkur í vinnu. Hættan þegar við verðum ástfanginn af einni lausn og mikilvægi þess að hafa fleiri valmöguleika. Þar skaðast samningsstaða okkar. Af hverju fleiri valmöguleikar skipta svo miklu máli þegar við semjum og af hverju við eigum alltaf fleiri valmöguleika. Hvernig eigum við að undirbúa okkur fyrir laun? Af hverju okkur þykir erfiðara að semja fyrir okkur sjálf en aðra. Af hverju það skiptir lykilmáli á að við skiljum gagnaðilann í samningum.
Hann skrifaði bókina Samningatækni með það að markmiði að bókin gæti orðið hagnýtt tæki við samninga og í daglegu lífi.
Við ræðum í þessu viðtali:Þetta og margt fleira í þessu áhugaverða viðtali.
Bók Aðalsteins Samningatækni er hægt að fá hér.
Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson
Framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. -
Kristján Ingi Mikaelsson er frumkvöðull og introvert að eigin sögn og fór fljótt í að vinna í tölvum. Hann varð fljótlega var við áhuga við að fara í eigin rekstur. Þegar hann var kominn í nám í Versló var hann kominn á fullt í eigin rekstur samhliða.
Sögu rafmynta. Hvernig hann kynnist Bitcoin árið 2013. Hann kaupir sitt fyrsta Bitcoin 2013 þrátt fyrir gjaldeyrishöft með miklu veseni.Hvað eru rafmyntir og bálkakeðjur í rafmyntum. Hvernig getum við hámarkað peningana okkar þannig að þeir haldi virði sínu.Þetta og miklu meira um rafmyntir.
Hann fór að vinna við gerð appa hjá Stokk á upphafsárum þeirra hér á landi. Hann fór svo að vinna hjá Green Cloud sem varð svo keypt af Netapp.com. Hann stofnaði fyrirtæki með félögum sínum og var haldið í Kísildalinn í Kaliforníu að leita að fjárfestum. Eftir það ævintýri fór hann í að stofna rafmyntarráð ásamt fleirum og starfaði þar sem framkvæmdastjóri.
Hann vinnur í dag við sprotafyrirtækið Fractal 5 sem safnaði 370 milljónum króna úr sjóðum úr Kísildalnum. Þar eru þau að búa til nýja vöru sem ekki hefur sést áður.
Í þessu viðtali ræðum við eftirfarandi m.a:
Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson.
Framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðning frá félagsmálaráðuneytinu. -
Edda Hermannsdóttir markaðs - samskiptastjóri Íslandsbanka fjallar fjármál og hvernig hún tileinkaði sér reglur í fjármálum á unga aldri sem hafa reynst henni vel allar götur síðan. Hún byrjaði snemma að vinna og unnið mikið og áttaði sig fljótt á því hvað hún þurfti að vinna mikið til að eiga fyrir ákveðnum hlutum. Hvernig nær maður árangri þegar kemur að sparnaði og margt fleira áhugavert í þessu viðtali.
Umsjón: Júlí Heiðar Halldórsson
Þessi þáttur er framleiddur af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. -
Páll Pálsson fasteignasali ræðir um hvernig maður ber sig að við kaup á fasteign. Hvar er hagstæðast að kaupa, hvað ber að varast og hvað þarf maður að eiga af peningum? Á hvað ætti maður að horfa þegar keypt er fyrsta íbúðin?
Húsnæðislán er fyrir flesta stærsta fjárfestingin og því borgar sig að skoða valkosti og ólíkar gerðir.
Umsjón: Júlí Heiðar Halldórsson
Þessi þáttur er framleiddur af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. -
Viðmælandi þáttarinns er enginn annar en Biggi lögga. Í þættinum ræðum við viðmót lögreglunnar gagnvart fólki með fíknivanda, hversu stór partur af starfi lögreglu fer í að takast á við veikt fólk. Við tölum um úrræðaleysið sem lögreglan glímir við úrlausn mála þar sem veikt fólk þarf sýnilega aðstoð og hvernig kerfið virðist bregðast fólki. Við tölum um afglæpavæðingu sem og allskonar forvarnir. Ef ykkur líkar þátturinn endilega deilið honum með fólki ❤️
-
Fitness kongurinn sem hefur aldrei prófað stera segir okkur aðeins um edrúmennskuna sína, hvað hann gerði til að vera edrú og hvað hann hefur lært á leiðinni í þessu 14 ára ferðalagi sínu!
-
Hlynur og Arnór fara yfir topic vetrarins og tala um hitt og þetta sem tengist fíknini. Það á ýmislegt eftir að verða rætt í þessum þáttum enda af mörgu að taka
www.thadervon.is
FB - Það er von