Afgespeeld
-
Inkasso-deildin er rétt rúmlega hálfnuð en hún var til umræðu í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag.Tómas Þór Þórðarson, Ingólfur Sigurðsson og Grétar Sigfinnur Sigurðarson ræddu málin.
-
Fyrri helmingur Inkasso-deildarinnar var gerður upp í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag, umferðir 1-11.
Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson opinberuðu úrvalsliðið, besta leikmanninn og besta þjálfarann en fréttaritarar Fótbolta.net voru í dómnefndinni. -
Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.
Hann spjallaði við Elvar Geir og Tómas Þór um Breiðablik, stöðu sína hjá Bodö/Glimt og pælingar sínar varðandi þjálfun. Svo eitthvað sé nefnt! -
Það bárust stórtíðindi í vikunni þegar Cristiano Ronaldo yfirgaf Real Madrid og samdi við Ítalíumeistara Juventus.
Í morgun tilkynnti Chelsea svo formlega um ráðningu á Maurizio Sarri sem stýrði áður Napoli.
Björn Már Ólafsson er helsti sérfræðingur landsins um ítalska fótboltann og hann ræddi við Elvar og Tómas um þessar stóru fréttir í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. -
Sportrásin er á Rás 2 á sunnudagskvöldum en umsjónarmaður er Orri Freyr Rúnarsson.
Í nýjasta þættinum var HM í Rússlandi gert upp en með Orra voru Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, og Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður á Fréttablaðinu.
Rætt var um sigur Frakklands gegn Króatíu í úrslitaleiknum í Moskvu og sérstök verðlaunaafhending var sett upp fyrir mótið í heild sinni. -
Pepsi-útgáfan af Innkastinu er mætt aftur eftir hlé vegna þátttöku Íslands á HM í Rússlandi. Í þætti dagsins skoða Elvar Geir Magnússon, Magnús Már Einarsson og Gunnar Birgisson elleftu umferð deildarinnar.
Einnig er rætt aðeins um HM í fótbolta og Inkasso-deildina. -
Úrslitaleikur Frakklands og Króatíu á HM í Rússlandi er framundan.
Elvar og Tómas hituðu upp fyrir leikinn í útvarpsþættinum á X977.
Davíð Snorri Jónasson, HM sérfræðingur þáttarins, er staddur í Frakklandi og sagði frá stemningunni í landinu og sinni tilfinningu fyrir leiknum.
Þá var rætt um enska landsliðið og grasrótarstarfið í landinu. Árni Ingi Pjetursson vinnur fyrir Nike og hefur unnið náið með enska knattspyrnusambandinu. -
„Þetta kom upp beint eftir þennan Argentínuleik," segir markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson en hann er genginn í raðir Qarabag í Aserbaídsjan. Hannes ræddi við Elvar Geir Magnússon og Benedikt Bóas Hinriksson í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu 977 í gær, laugardag.
-
Elvar Geir og Tómas Þór ræddu um Pepsi-deildina og frammistöðu íslenskra liða í Evrópukeppnum í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.
Talað var um hversu lítið flest liðin í Pepsi-deildinni skora af mörkum. Er lágt skemmtanagildi í deildinni áhyggjuefni.
Víkingar fá verðskuldað lof og rætt um möguleika Valsmanna í seinni leiknum gegn Rosenborg.